Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 25
fram, að milliríkjasamningur getur haft í för með sér slikar fullveldisskerðingar, samningsriki verði ekki leng- ur talið fullvalda. Verða því engin skil gerð hér, hverjar skorður stjórnlög setji við þvilíku fullveldisafsali. Ég vík þá að lokum að þeirri spurningu, hvort þörf sé á nýjum stjórnarskrárákvæðum vegna aukinnar þátttöku Islands i alþjóðlegu samstarfi. Þess er áður getið, að ýmis ríki hafi á siðari árum talið skynsamlegt eða nauð- synlegt að taka upp í stjórnlög sín sérstök ákvæði varð- andi aðild að alþjóðasamtökum. Eitt þeirra rikja er Dan- mörk, en eftir grundvallarlögum Dana er islenzka stjórn- arskráin einkum sniðin, svo sem kunnugt er. I dönsku grundvallarlögunum frá 1953 er sérstakt ákvæði, 20. gr., er lýtur að þátttöku Danmerkur i alþjóðasamstarfi og alþjóðastofnunum. Hliðstætt ákvæði var ekki í hinum eldri grundvallarlögum. I 20. gr. dönsku grundvallarlaganna segir, að í lögum sé heimilt að afsala innan þar nánar tiltekinna takmarka valdi, sem grundvallarlögin fela handhöfum rikisvalds- ins, og fá það í hendur alþjóðastofnunum, er með gagn- kvæmum millirikjasamningum hefur verið fengið það hlutverk að efla alþjóðastarf og alþjóðlega réttarskipun. Slík framsalslög eru því aðeins löglega samþykkt, að fimm sjöttu hlutar þjóðþingsfulltrúanna gjaldi þeim já- atkvæði. Bráðahirgðalög koma þar þvi aldrei að haldi. Nái slíkt lagafrumvarp eigi tilskildum meiri hluta i þjóð- þinginu, en sé þó samþykkt þar samkvæmt þeim regl- um, er gilda um venjuleg lagafrumvörp, getur ríkisstjórn- in borið frumvarpið undir þjóðaratkvæði, og fær það þá lagagildi, nema meiri hluti þeirra lcjósenda, er þátt taka i atkvæðagreiðslunni, hafni því, enda séu mótat- kvæðin a.m.k. 30% allra atkvæðisbærra manna. Hliðstætt heimildarákvæði, en þó nokkuð öðru vísi, hef- ur á þessu ári verið tekið upp i norsku stjórnarskrána, sbr. 93. gr. hennar. Sbr. augl. 23. marz 1962. Þar er valdaframsal til alþjóðastofnana heimilað með tiltekn- Tímarit lögfræðinga 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.