Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 1. hefti 1966 Jón Ásbjömsson hæstaréttardómari Er ég bað dr. ÞórS Eyjólfsson aS minnast Jóns Ás- björnssonar hrd. taldi dr. Þóröur sig ekki mundu bæta neinu aS gagni viS greinar þær sem hér fara á eftir, I—II, en þær birtust í MorgunblaSinu 18. marz 1950, er Jón Ás- björnsson var sextugur. Dr. SigurSur Nordal hefur og fyr- ir sitt leyti, samþykkt aS birta megi grein lians. I. Mér er ljóst, að margir aðrir væru betur til þess falln- ir, bæði vegna lengri og fjölbreyttari kynna af Jóni Ás- björnssyni, að segja frá honum og ævistarfi hans fram að þeim áfanga á lífsbrautinni, sem hann hefur nú náð. Óliklegt er, að leiðir okkar hefðu nokkurn tíma legið saman að ráði, ef hann hefði ekki stofnað Hið íslenzka fornritafélag og ráðið mig útgáfustjóra þess, en á þeim vettvangi höfum við siðan revnt margt saman, sætt og súrt, eftir því sem betur eða verr liefur á unnizt. Og þótt forstaða þessa félags hafi ekki verið nema tóm- stundavinna Jóns Ásbjörnssonar samhliða mörgum og miklum störfum öðrum, hefur hann lagt við hana fölskvalausa alúð og áhuga, enda má svo fara, að henn- ar verði einna lengst minnzt af öllu því, sem hann hef- ur lagt á gjörva hönd. Þess vegna tel ég kynni mín af honum allmerkileg, þótt takmörkuð séu.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.