Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 7
degi munu honum berast hlýjar kveöjur og einlægastar óskir um langa og góða lífdaga frá þeim, sem hafa reynt hann til mestrar hlítar. Sigurðar Nordal. II. Jón Asbjörnsson er fyrsti maðurinn úr hópi hæsta- réttarlögmanna, sem tekið hefur sæti sem dómari í Hæstarétti. Aður hafði liann um þrjátíu ára skeið ver- ið einn af kunnustu og mest virtu lögmönnum landsins. I málflutningsstörfunum ávann hann sér þegar i upp- hafi óvenjulega mikinn orðstír. Hann hafði lokið laga- prófi með mjög hárri einkunn, og að kunnáttu var hann í röð hinna fremstu lagamanna, en ekki mun það samt hafa ráðið mestu um orð það, sem af honum fór. Það gat ekki farið fram hjá mönnum, með hve frábærri samvizkusemi og vandvirkni hann tók á málunum og með hve mikilli festu hann fylgdi þeim eftir. Meðan Jón Asbjörnsson gegndi málflutningsstörfum, spurði einn af borgurum bæjarins mig að því, hvort Jón hefði nokkurn tíma tapað máli. Ég svaraði þvi til, að vitanlega hefði hann ekki komizt hjá því fremur en aðrir málflytjendur. „Jæja,“ svaraði maðurinn, „ég hélt hann tæki aldrei að sér nema rétt mál.“ Mér virðast orð þessa manns, sem þekkti ekki Jón neitt persónulega, sýna betur en unnt væri að gera í löngu máli, hvert orð fór af Jóni Asbjörnssyni og málflutningi hans. Ég tel það hafa verið lán fyrir Hæstarétt og þjóðiua í heild að fá þar i dómarasæti mann með slika þekk- ingu, lífsreynslu og mannkosti, sem Jón hefur til að bera. Við samstarfsmennirnir færum honum beztu heillaóskir á þessum tímamótum ævi hans og árnum lionum farsællar framtíðar. Þórður Egjólfsson. Tímarit lögfræðinga a

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.