Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 11
tíð verið óútkljáð mál hver hefði hið raunverulega skip- unarvald i lögmannsembættið, en hefðin hafi orðið sú, að venjulegast hafi báðir, Alþingi og konungur, orðið sam- mála um val mannsins í embættið, ýmist á þann hátt, að konungur skipaði manninn og hann kom með gögn sín fyrir þeirri skipun til Alþingis, sem samþykkti hana fyrir sitt leyti, eða, að Alþingi kaus manninn og hann leitaði síðan samþylckis konungs fyrir þvi kjöri. Ég ætla nú að gera grein fyrir 'þeim athugunum, sem ég hef gert eftir hinum fáskrúðugu heimildum um þetta mál. Það er ljóst, að Jón Sigurðsson, sem auðvitað hefur rannsakað það hvernig lögmenn voru valdir eða skipaðir við undirbúning á ritgerð sinni „Lögsögumannatal og lög- manna“, hefur ekki komizt að ákveðinni niðurstöðu. Hon- um hefur verið það ljóst, að einungis var um tvo aðilja að ræða, er slíku gátu ráðið, Alþingi eða konungur, enda segir hann i fyrrnefndri ritgerð um Jón lögmann Einars- son: „Það mun því án efa vera svo, að skilja, að annað- hvort hefir Magnús konungur sett Jón Einarsson til lög- manns um veturinn 1276—1277 . . . og hefir þá Jón verið samþykktur til lögmanns á Alþingi og tekið þátt í lög- stjórninni 1277 eða að Sturla sjálfur hefur fengið menn til að kjósa Jón Einarsson til lögmanns með sér á Alþingi 1277“. Jón Einarsson hafði verið lögsögumaður áður. Hann var, eftir því sem miklar líkur eru til, bróðursonur Gizurar jarls Þorvaldssonar, og hefur án efa búið sunnanlands. Svo virðist sem lögmennirnir séu orðnir tveir 1277 og hafa umdæmi þeirra þá eflaust skipzt á svipaðan hátt eða sama sem þau skiptust eftir að Jónsbók hafði verið lög- tekin, en þótt Jónsbók raunar sé svo orðuð sem lögmaður- inn sé einungis einn, munu þeir ætíð hafa verið tveir, þegar frá gildistöku hennar. Ekki verður betur séð en að i) Safn til sögu íslands II, bls. 40—41. Tímarit lögfræðinga 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.