Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 12
hinir fyrstu lögmenn hafi verið skipaðir af konungi, en vel mál vera, og er raunar eðlilegast við því að búast, að Alþingi hafi formlega staðfest þá skipun. Þeir hafa þá verið Sturla Þórðarson, sem er einn lögmaður árin 1272— 1277, en einungis vfir Norðlendinga- og Vestfirðingafjórð- ungum 1277—1283, og Jón Einarsson, sem hefur verið lögmaður i Sunnlendinga- og Austfirðingafjórðungum 1277—1279 og síðan 1280—1293. í annál einum segir við árið 1279, að út hafi komið Loðinn af Bakka með lög- sögn.1 *) Á því sumri, a. m. k. ekki siðar, mun Jón lögmaður hafa farið utan til að vinna að Jónsbók og flytja hana út næsta sumar, svo sem hann gerði, en Loðinn af Bakka, sem var norskur, hefur að líkindum verið sendur hingað af konungi til þess að. vera í lögmannsembætti þangað til Jón kæmi aftur. Ætla mætti, að landsmenn hafi ekki tekið Loðni tveim höndum, en látið sér þó lynda að hafa hann lögmann eitt ár þegar svona stóð á. Sturla Þórðarson hefur látið af lögmannsstörfum 1283, enda segja annálar, að á þvi ári liafi Erlendur Ólafsson komið út með lögsögn,-) og Sturlunga segir, að Sturla hafi dregið sig i hlé þegar Staðamál hófust og Jón Einars- son og Erlendur sterki hafi tekið lögsögu.3) Þótt svona sé að orði komizt i Sturlungu er vist eftir öðrum heim- ildum, að Jón Einarsson hafði verið lögmaður á næstu árum á undan, en Erlendur tók við af Sturlu. Erlendur kann að hafa verið formlega skipaður af konungi, en miklu er sennilegra, að íslenzkir leikmenn hafi ráðið utan- för hans i þágu Staðamála og viljað fá hann i lögmanns- embætti eftir Sturlu en að þeir, sem umsjá höfðu með kon- ungi, senr þá var enn á æskuskeiði, hafi ráðið skipun hans. Erlendur hefur að mínum dómi verið alíslenzkrar ættar, þótt sumir fræðimenn hafi ætlað hann hafa verið !) G. Storm: ísl. ann., bls. 29. -) G. Storm: ísl. ann., bls. 142. 3) Sturlunga, Rvík 1915, IV b., bls. 148. 10 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.