Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 22
mundsson hafi farið utan 1508, um sumarið, og fengið veitingu Kristjáns annars konungsefnis fyrir embættinu. Víst er, að Jón hitti konungsefni, en ég hef ekki getað séð hvenær það var. Líklegast tel ég, að Jón hafi verið kosinn lögmaður á Alþingi 1508 og siðan fengið samþykktarbréf Kristjáns prins, sem þá var rikisstjóri í Noregi, fyrir em- bættinu. Vigfús Erlendsson fær veitingarbréf Kristjáns konungs II. fyrir lögmannsembættinu að sunnan og austan 25. apríl 1513.1) Hann hefur sennilega verið ytra þann vetur, en engar heimildir skera úr um það, hvort hann hafi verið kjörinn lögmaður á Alþingi 1512 eða ekki. Á Alþingi 1518 er Vigfús Erlendsson kjörinn lögmaður yfir öllu landinu af helztu mönnum sunnan og austan „nema annar verði kjörinn út af landið af vorum mönnum norðan og vestan með biskupanna samþykki og almúgans".2) Þeir munu hafa talið Jón Sigmundsson ófæran að gegna lögmanns- störfum, en leikmenn og biskup nyrðra munu ekki hafa enn verið sammála um að kjósa nýjan mann í norðan- embættið í stað Jóns. Vigfús er því kjörinn af Alþingi í lögmannsembættið að norðan og vestan um stundar sakir af Sunnlendingum og Austfirðingum. Hann telur sig svo samkvæmt þessu lögmann yfir öllu landinu, og er hér eitthvað svipað ástand á ferðinni sem þá er Teitur Gunn- laugsson var lögmaður yfir öllu landinu. Grímur Jónsson er svo kjörinn til lögmanns n. og v. á Alþingi 1519,3) en hvergi sjást þess merki, að hann hafi fengið konungsstaðfestingu á kjöri sínu. AUhörð átök urðu norðanlands um þessar mundir milli biskups annars vegar en leikmanna hins vegar undir forustu Teits Þorleifssonar, og þegar Teitur hafði betri byr um skeið hefur Grimur lagt niður lögmennsku, og 1. júlí 1522 er Teitur kjörinn 20 1) D. I. VIII, bls. 421—422. 2) D. I. VIII, bls. 667—668. 3) D. I. VIII, bls. 694 og 813. Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.