Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 26
hvað ég aldrei framar að mér tók eða lengur en ég þætt-
umst þar mann til vera. Því fyrir þessar greinir og aðrar
fleiri kýs ég og tilnefni minn frænda, Daða bónda Guð-
mundsson, að vera lögmann yfir þeim fjórðungum, sem
ég hefi lögmannsdæmi yfir haft fyrir norðan og vestan á
íslandi, eftir því kjöri og alþingisdómi, sem fyrrnefndur
Daði var til dæmdur eftir útnefning áðurskrifaðs Kristo-
forus Hvítfelds, þvi ég veit engan betur til fallinn í þessum
fjórðungum, eftir þvi sem áðurskrifaður dómur inniheld-
ur, svo frekt sem ég má frekast að lögum gjöra og ekki
er á móti mins náðugusta herra kóngsins samþykki og
vilja, svo og hef ég unnt og bífalað og fullmektugt umboð
til gefið þrátt skrifuðum Daða Guðmundssyni þing aö
setja, dóma út að nefna próf að taka, lög og rétt að gjöra
að öllu jafnfullu sem ég sjálfur nú í sumar á Alþingi og
inn til þess sem hann kann sitt lögmannsbréf að útvega
af mínum náðugasta herra kónginum etc.1'.1)
Bréf þetta verður að skoðast í ljósi þess, að þegar það
er skrifað, mun hafa verið orðið almennt lcunnugt, að
Ormur Sturluson hafði þegar í janúar 1547 fengið kon-
ungsbréf fyrir lögmannsembættinu að norðan og vestan,
og hér grípur konungur fyrir hendurnar á Alþingi.2)
Dóm þann, sem Þorleifur Pálsson nefnir í bréfi sinu,
minnist Daði á í bréfi sínu, dags. 23. ágúst 1547, til Laur-
entiusar Mule hirðstjóra. Hann segir þar m. a. svo: „Svo
og vil ég yður kunnugt gjöra, að ég sendi útskrift af þeim
dómi, sem dæmdur var á Alþingi um lögmannskjör þá
Kristoforus Hvitfeld var hirðstjóri yfir Islandi etc.“.3)
Dómur þessi er nú ekki lengur til svo ég viti, en ráða má
af framansögðum bréfum, að Daði Guðmundsson hafi á
sínum tima verið kjörinn lögmaður n. og v. á Alþingi og
alþingisdómur útnefndur af Kristófer Hvítfeld hirðstjóra
24
!) D. I. XI, bls. 555—556.
2) D. I. XI, bls. 535.
3) D. I. XI, bls. 563—567.
Tímarit lögfræðinga