Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 28
Ormur Jiefur liins vegar eklci talið sér löglega frá vikið, og hann heldur áfram að telja sig lögmann, svo sem Teitur Gunnlaugsson á sínum tíma gerði, og um haustið 1553 er hann búinn að fá veitingarbréf hjá konungi fyrjr embættinu að nýju, með því skilyrði, að hann standi kon- ungi skil.1 *) Ormur hefur nú tekið við embættinu aftur í bili, en aftur hefur höfuðsmaður vikið honum úr embælti fyrir Alþing 1554, með því að 30. júní þ. á. dæma lög- mennirnir báðir, Eggert Hannesson að sunnan og austan og Oddur Gottskálksson að norðan og vestan Orm hafa brotið af sér lögmannsembættið.-) Oddur hefur væntan- lega verið kosinn enn á Alþingi 1554, en konungsbréf fær hann fyrir embættinu 1556.3) Erlendi Þorvarðssyni var einnig vikið frá embætti 1553, og kom Eggert Hannesson i hans stað, væntanlega á sama liátt sem Oddur Gott- skálksson. Þegar Oddur Gottskálksson deyr, skömmu fyrir Alþing 1556,4) hefur Eggert orðið lögmaður að norðan og vestan, eflaust eftir eigin óslc, enda bjó hann í því umdæmi, en kosinn hefur hann eflaust verið á Alþingi. Ivonungsbréf fyrir embættinu er dagsett 24. Apríl 1558. Sama dag er útgefið bréf konungs til Páls Vigfússonar fyrir lögmanns- embættinu að sunnan og austan, sem Páll hefur verið kosinn í á Alþingi 1556.5) Ormur Sturlason fékk nú enn konungsbréf fyrir lögmannsembættinu að norðan og vest- an, dags. 8. apríl 1568.6) Samkvæmt því vék Eggert Hann- esson fyrir honum á Alþingi á ‘því ári, með því að svo segir í lögmálalýsingu á Alþingi 1. júlí 1568: „ ... að Árni Gísla- son lýsti fyrir Páli Vigfússyni lögmanni fvrir sunnan og austan á Islandi, svo og fyrir Eggert Hannessyni, er þá það H D. I. XII, bls. 625—626. 2) D. I. XII, bls. 732—733. 3) D. I. XIII, bls. 110. 4) D. I. XIII, bls. 133—135 5) D. I. XIII, bls. 300. 6) D. I. XV, bls. 78—79. 26 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.