Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 35
svo mikilsverð, að sókn þeirra og vörn fari fram i æðra dómi með venjulegum hætti. 1 áðurnefndri grein minni um upphaf áfrýjunarheimild- ar er vikið að sjálfstæðri áfrýjunar- og/eða kæruheim- ild. Þar er og vikið að þeim breytingum, sem gerðar voru í þessum efnum með hrl. nr. 57/1962. Niðurstaðan varð sú, að til kæru eða sjálfstæðrar áfrýjunar einstakra þátta máls þyrfti nú beina heimild. Aðalheimildin er 21. gr. hrl., enda eru allar kæruheimildir eml. felldar úr gildi með 3.1. 61. gr. hrl., aðrar en þær, sem felast i 169. gr. 1.1. 170. gr. og XVI.—XIX. kafla. (Sjó- og verzlunardómsmál, víxilmál o. fl., barnsfaðernismál, ógildingar- og eigna- dómsmál). í XVI.—XIX. kafla eml. virðast sjálfstæðar kæruheimildir aðeins vera í 263. gr. i.f., 217. gr. i.f. og 218. gr. i.f., sbr. og 220. gr. Sjálfstætt gildi þessara ákvæða er lítið, því að kæruheimild um flest þau efni, sem ákvæðin fjalla um, mun mega telja felast í 21. gr., sbr. t. d. 217., 218. og 220. gr., sbr. 21. gr. hrl. 1. b. En hvað sem um þetta má segja, eru greindar heimildir eml. tvímæla- lausar og ákvæði 203. gr. verður víst að telja hafa sjálf- stætt gildi, þvi að 21. gr. hrl. 1. d. nefnir einungis mats- menn, en 203. gr. fjallar um meðdómsmenn í sjódómi. 1 sérlöggjöf getur og verið um kæruheimildir að ræða, og verður að athuga það hverju sinni. 21. gr. hrl. greinist í fjóra tölusetta flokka. Fyrsti flokk- ur f jallar um heimildir til kæru á úrskurðum héraðsdóms í málum, sem almennri meðferð sæta. Eru þær nákvæm- lega taldar og kæruheimild er þar undantekning, en áfrýj- un er aðalreglan sbr þó c og d lið. Samkv. ákvæðum í öðrum, þriðja og fjórða lið, er kæruleiðin hins vegar aðal- reglan, en heimildir til áfrýjunar undantekning. Þetta ber að hafa í huga, er ákvæðin eru skýrð. 1 upphafi 21. gr. hrl. segir: Kæru til Hæstaréttar sæta: 1. Úrskurður héaðsdómara um: a) „Að vikja eigi sæti“. Orðalagið er ekki alveg ótvi- Tímarit lögfræðinga 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.