Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 39
er sú leið bæði tafsamari og dýrari en kæruleiðin. Er áður að þessu vikið. Það kemur og fram í 2., 3. og 4. tl. 21. gr., að kæra má ýmsa þætti þeirra mála, er þar getur, en áfrýja þeim ákvörðunum, er mest svipar til dóms í venju- legu einkamáli. Þar kemur og fram, að um hvert tilvik gildir aðeins önnur leiðin, þ. e. þær útiloka hvor aðra. Rök fyrir mismunandi málskotsreglum á þessu sviði virðast og torfundin, enda eru mál þessi beinn þáttur aðalmáls, en 'þau mál, sem um ræðir í 2., 3. og 4. tl. 21. gr., eru í miklu minni tengslum við aðalmálið — eru reyndar í eðli sinu sjálfstæð viðbótarmál. Sjónarmið, er ráða meðferð þeirra, eru þvi ekki sambærileg við þau, sem ráða um mats- og vitnamál. Eðlisrök benda því til þess, að um öll vitna- og matsmál sé kæra eina málskotsleiðin, þrátt fyrir orðalag 17. gr. hrl. Hér má þess og enn geta, að 4. 1. 24. gr. hrl. nr. 112/1935 var orði til orðs samhljóða 17. gr. hrl. Kæruheimildir voru engar til þegar lög nr. 112/ 1935 voru sett. Að vísu var i lögum nr. 19/1924 til mal- skotsheimild, sem að aðferð til samsvarar því, sem nefnt var kæra, er eml. voru sett, eins og áður er sagt. En í lögum nr. 19/1924, sbr. IV. kafla laganna, var þessi að- ferð nefnd áfrýjun og lcæruhugtakið komst því ekki í lög, fvrr en með eml. Sennilegt er því, að þess hafi ekki verið gætt, er 4. 1. 24. gr. laga nr. 112/1935 var tekinn óbreyttur i 17. gr. hrl., að hér var nýtt hugtak komið tii — kæruhugtakið — sem notað var í 21. gr. hrl. og orðin „og án þess“ í 17. gr. áttu þvi ekki við. Hér næst á undan hefur verið rætt um vitnamál. En alveg sama á við um matsmál, því að orðalag c- og d-liðs 21. gr. er hið sama að breyttu breytanda. e. „Skyldu gagnaðilja eða þriðja manns til að leggja fram skjöl eða aðra hluti og viðurlög vegna tregðu til þess“. Hér er fjallað um sýnileg sönnunargögn. Kæruheimild á þessu sviði var áður í 151. gr. eml. og þar vísað til 145.— 149. gr. þeirra laga, shr. og 152. gr. Mun mega telja, að þótt orðalag 151. gr. eml. og e. 1. 21. gr. hrl. sé ekki hið Tímarit lögfræðinga 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.