Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 57
aðilum er heimilt að bera fram leyfislaust ný málsatvik, málsástæður og gögn. 45. gr. hrl. á því ekki við um kæru- mál. Hæstiréttur dæmir kærumál samkv. framlögðum skjöl- um og munnlegum málflutningi, ef um hann er að ræða. Hann kveður og á um hver bera skuli kostnað málsins. I 23. gr. hrl. eru ekki nefndar kröfur almennt af hálfu kæranda, heldur aðeins kröfur um breytingar á hinni kærðu dómsathöfn. í 28. gr. er hins vegar talað um kröfur kærða almennt og felst í því að hann þarf að krefjast kærumálskostnaðar, ef hans er óskað. Sama virðist hljóta að gilda um kæranda, enda er það í samræmi við al- mennar reglur að málskostnaður sé því aðeins dæmdur, að krafa sé gerð um hann, sbr. og Hrd. XXXVII-732. Hæstiréttur kveður upp dóm eins fljótt og kostur er. Af ákvæðum 29. gr. hrl. leiðir þó, að dóm má ekki kveða upp fyrr en að viku liðinni frá þeim tíma, er kæran barst Hæstarétti. Þegar Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn ber tafar- laust að senda héraðsdómara þeim, sem hlut á að endur- riti dómsins. Héraðsdómara ber þá að haga aðgerðum sín- um samkvæmt úrslitum kærumálsins og eftir atvikum tilkynna aðilum hvers sé þörf af þeirra hálfu, ef frekari aðgerða dómstólsins er óskað. Þess má geta, að 59. gr. hrl. kemur til álita um kærumál. Tímarit lögfræðinga 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.