Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 4
NORRÆNAR FYRIRMYNDIR i þessu hefti birtast fréttagreinar um hin almennu lögfræðingasamtök á hinum Norðurlöndunum. Það vekur athygli, að öll eru þau fremur nýlega stofnuð. Lögfræðingasamband var að vísu stofnað í Danmörku 1919, en það var sameinað félagi hagfræðinga 1972. Finnska sambandið var stofnað 1944 og hið sænska skömmu síðar, en það var sameinað félagi þjóðfélagsfræðinga 1969. Lögfræðingasamband Noregs var ekki stofnað fyrr en 1966, og er það því átta árum yngra en Lögfræðingafélag islands. Enn eru lögmenn og dómarar utan norska sambandsins. Virðist mega segja, að starfsemi heildarsamtaka lögfræðinga sé enn í mótun á Norðurlöndunum öllum. Lögfræðingafélag islands hóf fyrir skömmu að sækja á brattann í nýjum áfanga á starfsgöngu sinni. Það hefur fengið nýtt og erfitt hlutverk í samninga- gerð fyrir ríkisstarfsmenn, og hefur af því tilefni verið stofnuð sérstök félags- deild í fyrsta skipti. Þá hefur félagið fengið aukin verkefni innan Bandalags háskólamanna. Er raunar svo um öll félög í bandalaginu, sem er verið að reyna að efla vegna kjarasamninga, en einnig í öðrum efnum. Þetta hefur m. a. verið gert með setningu nýrra laga BHM og með því að halda bandalagsþing í fyrsta sinn. Lögfræðingafélagið hlýtur að reyna að stuðla að eflingu BHM og á þar léttari leik, eftir að hafnað var á þingi þess í nóvember aðildarumsókn Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Þessi umsókn var sumum e. t. v. kappsmál, en sýslunarmönnum Lögfræðingafélagsins áhyggjuefni. Þó að Lögfræðingafélag islands eigi það sammerkt með skyldum sam- tökum í grannlöndunum, að starfsemin er ennþá í deiglunni, er Ijóst af greinunum í þessu hefti, að frændur okkar og vinir standa okkur miklu framar í mörgum efnum. Þyrftum við að læra sitthvað af þeim sem fyrst. Það á sennilega síst við um þá tryggingastarfsemi, sem orðin er umfangs- mikil í Danmörku og nokkur í Svíþjóð. Það gildir aftur á móti um festu og vandað starf í allri hagsmunagæslu og um jákvætt og starfsmikið framlag til heildarsamtaka háskólamanna. Loks gildir það um fræðslustarfsemina, — og ekki síst um hana. Ef til vill má Ijúka þessum línum með því að minna á, að Lögfræðingafélag Islands þyrfti vissulega að færast í aukana á því sviði. Til að það beri árangur, þurfa ennþá fleiri félagsmenn en nú er að skilja nauðsyn sífelldrar þekkingarleitar og vakandi athygli, þegar kostur er á að kynnast nýjungum í lögfræði. Svo vill til, að gott tækifæri gefst á sumri komanda, jáegar norræna lögfræðingamótið verður í Reykjavík. Frá því móti er einnig sagt f þessu hefti. Þ.V. 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.