Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 14
arkerfisins vinni störf sín af samviskusemi, en á því virðist stundum misbrestur, þótt margt sé án vafa vel gert. Hitt tilvikið, sem vikið var að hér að framan, varðar faglega mótun íslensks réttar, en þar á Hæstiréttur Islands mikinn hlut að. Dómur í hæstaréttarmálinu nr. 94/1974 sem upp var kveðinn 17. des. sl. er sérstakt tilefni skrifa minna. 1 því máli, sem er útburðarmál, er undir- ritaður flutti fyrir fógetarétti Reykjavíkur í apríl 1974, var ágrein- ingsefnið m. a. það, hvort vanskil á leigugreiðslum frá því í desember 1973, kr. 3.800,oo, fyrirframgreiðslu fyrir árið 1974, kr. 45.600,oo og greiðslur eftirstöðva leigu fyrir mánuðina janúar, febrúar, mars og apríl 1974, kr. 22.800,oo væri nægileg útburðarástæða. Af hálfu gerð- arþola var því m. a. haldið fram, að vanskil væru ekki veruleg. Þar við bættist, að verðtryggingarákvæði í húsaleigusamningi frá 1965 voru sögð óheimil, nema með sérstöku samþykki Seðlabanka íslands skv. ákv. laga nr. 71/1966. Skömmu fyrir munnlegan flutning málsins í héraði „deponeraði" gerðarþoli kr. 66.500,oo greiðslu, sem gerðar- beiðandi taldi greiðslu á vanskilum til 31. mars 1974, þ. m. t. fyrir- framgreiðsla á hluta af leigu allt árið 1974. Var héraðsdómur byggður á þessu hvoru tveggja og talið, að gerðarbeiðandi væri ekki svo van- haldinn í skiptum sínum við gerðarþola að fallast bæri á útburð. Máls- kostnaður var felldur niður. Málið var tilbúið til munnlegs flutnings við yfirtökudag mála í Hæsta- rétti í byrjun júní 1974, og var leitað eftir því við forseta réttarins að fá málið flutt fyrir réttarhlé. Því var vinsamlega tekið, en ekki varð af aðgerðum. Við fyrirspurnir til hæstaréttarritara um flutning máls- ins fengust þau svör um mánaðamótin október-nóvember 1974, að ekki væru horfur á, að unnt reyndist að flytja málið á árinu 1974. Eftir sendingu bréfs undirritaðs til forseta Hæstaréttar í byrjun nóv- ember 1974 var komið til móts við óskir og málið flutt munnlega 13. desember 1974. I Hæstarétti var niðurstaða hin sama og í fógetarétti Reykjavíkur, en forsendur aðrar. Meðferð málsins í Hæstarétti er slík að mínu mati, að ekki verður við unað án athugasemda og tillagna til úrbóta. Hið fyrsta, sem ég tel athugavert við rekstur málsins fyrir Hæsta- rétti, er hinn langi dráttur á, að málið fáist flutt, en það var fógeta- réttarmál eins og áður segir. Rúmir sex mánuðir líða, frá því að málið er tilbúið til flutnings fyrir Hæstarétti og þar til það er flutt, þrátt fyrir eftirrekstur. Þar af skilst mér, að réttarhlé vegna sumarleyfis hæstaréttardómara hafi valdið því, að ekki voru flutt mál fyrir rétt- inum um þriggja mánaða skeið, þ. e. frá mánaðamótum júní-júlí til 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.