Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 22
AÐALFUNDUR 1974 Aðalfundur félagsins var haldinn 11. desember s. I. í Lögbergi, húsi laga- deildar, og hófst hann kl. 5 síðdegis. Formaður, Þór Vilhjálmsson prófessor, stjórnaði fundinum. Lagði hann fram fjölritaða skýrslu um félagsstarfið á liðnu ári og gerði að umræðuefni nokkur atriði í henni, einkum Tímarit lögfræðinga, stofnun ríkisstarfsmannadeildar og störf hennar að sérkjarasamningi við ríkis- valdið. Þá gerði formaður grein fyrir fundi framkvæmdastjóra norrænu lög- fræðingafélaganna, er hann sótti í Noregi í október síðastliðnum. Að svo búnu lagði gjaldkeri félagsins, Stefán Már Stefánsson borgardómari, fram endurskoðaða reikninga og skýrði þá. Gerði hann ítarlega grein fyrir mismun- andi samsetningu félagsgjalda. Umræður urðu engar um skýrslur formanns og gjaldkera, og voru reikningarnir samþykktir. Síðan fór fram kjör stjórpar og annarra trúnaðarmanna félagsins. Þór Vil- hjálmsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður. I hans stað var kjörinn Jónatan Þórmundsson prófessor. Varaformaður var kjörinn Stefán Már Stefánsson borgardómari og aðrir í stjórn: Brynjólfur Kjartansson hdl., Hjalti Zóphóníasson stjórnarráðsfulltrúi, Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmannsfull- trúi, Kristjana Jónsdóttir, fulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, og Þor- valdur Grétar Einarsson, bankalögfræðingur. I varastjórn voru kjörin: Magnús Thoroddsen borgardómari, Þór Vilhjálmsson prófessor, Skúli Pálsson hrl., Hrafnhildur Stefánsdóttir stjórnarráðsfulltrúi, Þórir Oddsson aðalfulltrúi yfir- sakadómara, Gunnlaugur Claessen stjórnarráðsfulltrúi, Hjördís Hákonardóttir sýslumannsfulltrúi. Endurskoðendur voru kosnir þeir Ragnar Ólafsson hrl. og Árni Björnsson hdl., en til vara Helgi V. Jónsson borgarendurskoðandi og Sig- urður Baldursson hrl. I fulltrúaráð BHM voru kjörnir: Ragnar Aðalsteinsson hrl., Magnús Thoroddsen borgardómari og Þór Vilhjálmsson prófessor, en til vara: Bjarni K. Bjarnason borgardómari, Hallvarður Einvarðsson vararíkissak- sóknari og Þorleifur Pálsson stjórnarráðsfulltrúi. Voru þá tekin fyrir önnur mál. Gjaldkeri fráfarandi stjórnar bar upp tillögu um, að skerfur Lögfræðingafélagsins af félagsgjaldinu yrði hækkaður úr 600 kr. í 900 kr. á mann. Var sú tillaga samþykkt án mótatkvæða. Orðið var nú gefið frjálst. Tók hinn nýkjörni formaður til máls. Þakkaði hann fráfarandi formanni og öðrum, er nú láta af störfum í stjórninni, vel unn- in störf á undanförnum árum. Hann kvaðst ekki telja þörf á miklum breyting- um á starfsemi félagsins í bráð, þótt auðvitað væri æskilegt að brjóta upp á einhverjum nýjungum. Starfsemin væri nú á traustum grundvelli. Nýjungar síðustu ára hefðu gefist mjög vel, svo sem námskeiðahald og hádegisverðar- fundir. Formaður sagði, að á næstunni þyrfti nauðsynlega að endurskoða félaga talið og hyggja betur að framhaldsmenntun lögfræðinga, og nefndi hann í því sambandi tilkomu kjörgreina við lagadeild, er einnig væru ætlaðar kandidötum. Ekki tóku fleiri til máls, og var fundi slitið kl. 6. Á fundinn komu um 15 manns. Jónatan Þórmundsson 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.