Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 19
tagi, að skyndiaðgerðir eigi við. Eðlileg virðist víðtæk könnun á verk- efnum réttarkerfisins, bæði þeim sem til falla nú og einnig þeim verk- efnum, sem gera má ráð fyrir, að kæmu til úrvinnslu, ef mannafli og aðstaða væri til lausnar á þeim. Tillögur og umfjallanir sem flestra löglærðra starfshópa réttarkerfisins þurfa til að koma. Ég vara þó við tilhneigingu til að láta starfandi embættismenn hafa of mikil áhrif á viðreisnarstarfið. Lögmannafélag Islands hefur að mínu mati mikið verk að vinna til umbóta á réttarfari Islendinga og bættrar stöðu lögmanna í réttar- kerfinu. Ég tel þó að meðan sá Hæstiréttur situr, sem sættir sig við ákvæði eins og í síðustu málsgi'ein 13. gr. laga nr. 75/1973 um Hæsta- rétt Islands, verði róðurinn þungur. I þessu efni hvílir þó sérstök skylda á lögmönnum, bæði vegna þess að þeir eru í nánum tengslum við framkvæmd íslensks réttar og ættu að vita hvar skórinn kreppir að, auk hins, að þeir eru sá hópur löglærðra manna, sem helst geta komið fram sem fulltrúar hins almenna borgara, en það er fyrst og fremst vegna hans, sem réttarkerfi er uppi haldið, en ekki til að skapa valdaaðstöðu fyrir embættismenn. Hér þarf hvoru tveggja að gerast að stjórn Lögmannafélagsins hafi forustu um að vinna að mikilsverðum málefnum nútímans og að hún geti treyst á sem flesta liðsmenn Lögmannafélagsins til stuðnings og verka. Tómas Gunnarsson, hdl. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.