Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 29
um leið og tilnefndir voru aðalframsögumenn. Er fundarstjóri valinn frá landi
aðalframsögumanns. Fundarstjóri á m. a. að vera nokkur tengiliður milli aðal-
framsögumanns og annars framsögumanns. Er ætlast til, að hann sé vel kunn-
ugur því efni, sem til umræðu er, og beini umræðum að meginatriðum máls
og hafi í því efni meira frumkvæði en verið hefir. Verður fróðlegt að sjá, hver
reynsla verður af þessari nýju tilhögun.
2. Eins og fyrr segir, verður stofnað til hópumræðna annan daginn um
mengunarvandamál og ýmis lögfræðileg álitamál, sem af þeim stafa. Forystu
í því efni hefir prófessor von Eyben, og verður leitað til lögfræðinga í öllum
norrænu löndunum um þátttöku í umræðunum og til að stýra hópum. Eftir
framsöguræðu von Eybens og e. t. v. sænsks kunnáttumanns verður öllum
þeim, sem óska að taka þátt í þessu viðfangsefni, skipt í hópa, sem ekki
verða mjög fjölmennir. Þar verða einstök atriði úr ræðum framsögumanna
rædd og krufin til mergjar. Eftir hádegi verður svo allsherjarfundur, þar sem
talsmenn hvers einstaks hóps leggja fram sjónarmið hópsins, og málin verða
þar rædd að öðru leyti. Með þessari nýbreytni er m. a. að því stefnt, að fá
fleiri menn en nú er til að tjá sig og verða virka í umræðum. Æskilegt væri,
að hér á landi yrði fljótlega myndaður starfshópur lögfræðinga til umræðu
og athugana á þessu viðfangsefni, og verður um tilhögun á því fjallað nú a
næstunni. Hér er vissulega um athyglisverða nýbreytni að ræða, en árangur
veltur á því, hvort takast muni að fá almenna þátttöku í umræðum og eigi síður
á hinu, að menn búi sig rækilega undir þetta umræðuefni.
3. Fjöldi þeirra viðfangsefna, sem til meðferðar eru á norrænu lögfræðinga-
þingunum, er eðlilega næsta takmarkaðar. Hann hefir þó að vísu vaxið við
það, er deildarskiptingin var tekin upp, þar sem þrjú viðfangsefni hafa jafn-
aðarlega verið rædd samtímis í einn og hálfan dag. Mótsstjórnin hefir í því
skyni að stuðla að aukinni fjölbreytni talið rétt að bjóða mönnum upp á
að flytja stutt erindi um sjálfvalin lögfræðiefni, og er það alger nýlunda í
sögu norrænu þinganna. Eðlilegt hefir þótt að biðja þá, sem hug hafa
á að flytja erindi, að senda það til undirritaðs, formanns Islandsdeildar-
innar fyrir 1. ágúst n. k., og er það háð mati hans og mótsstjórnar,
hvort leyft verði að flytja erindið. Ætlast er til, að það fjalli um lögfræðileg
viðfangsefni, er varði starfsreynslu þess, er flytur, eða tengist rannsóknum
hans, eða t. d. varði umbætur á löggjöf á tilteknu sviði. Ljóst er, að fjöldi þess-
ara erinda hlýtur að verða takmarkaður. Er forvitnilegt að sjá, hversu þessi
nýbreytni muni gefast. Tekið er fram, að erindin verða flutt á dönsku, norsku
eða sænsku, svo sem er einnig um talað mál að öðru leyti á þessum þingum.
Stjórn mótsins veitir íslenskum lögfræðingum nánari upplýsingar um til-
högun þessara erinda og hvetur þá til að koma á framfæri erindum.
III.
Að venju verður sérstök dagskrá fyrir maka hinna erlendu þátttakenda. Hefir
sérstök nefnd, sem makar stjórnarmanna hafa góðfúslega tekið sæti f, starfað
að mótun þeirrar dagskrár. Eru m. a. ráðgerðar kynnisferðir um Reykjavík',
heimsóknir á menningarstofnanir og ferð til Þingvalla og Skálholts o. fl.
IV.
Undirbúningur þings sem þessa kostar vitaskuld mikið fé og fyrirhöfn. Hér
er um framtak að ræða, sem krefst samstillts átaks allrar íslensku lögfræðinga-
203