Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 12
Þetta kann að valda því, að menn eigi erfiðara með að sækja eða verja mál sín sjálfir. Gerir það að mínu mati frekar kröfur til dóm- stóla um úrskurðun hæfilegs málskostnaðar, svo að þeir, sem til þess eiga rétt, geti hagnýtt sér lögmannsþjónustu og þurfi ekki að mæta sjálfir. Breyting á flokkun mála eftir efni þeirra kemur einnig mjög til álita. Með meiri flokkun mála ætti að fást meiri sérhæfing dómara, hugsanlega meiri not dómara af aðstoðarfólki og meira samræmi í dómum. Alltíðar frávísanir mála í Hæstarétti og nokkuð mismunandi niðurstöður þar fyrir utan, t.d. um málskostnaðarákvæði, benda til þess, að lögmenn og dómarar hafi ekki full tök á hinum ýmsu málum, sem til þeirra berast. Má þó ætla, að ástæður væru til að kveðja rétt- arlega menntaða menn til starfa í margvíslegri tilvikum en nú er gert, ef þarfir einar réðu. Kemur hér til, að námsefni íslenskra lög- fræðinga er að mestu hið sama hjá öllum, þótt fyrir liggi, að þeir takist á hendur ólík störf síðar. Islenskur réttur er svo víðfeðmur, að fjarlægt virðist, að einn og sami maður geti kunnað góð skil á öll- um greinum. Er ósennilegt, að hann nái verulegum afköstum í starfi, ef hann leitast ekki við að sérhæfa sig. Sérhæfing virðist því geta ver- ið til nokkurrar lausnar, og væri að mínu mati athugandi, að starfs- réttindi til flutnings mála fyrir dómstólum væru ekki eins þröngt takmörkuð og þau eru í dag, heldur í nokkrum tengslum við dag- leg störf manna, sem öðrum þræði starfa að öðru en málflutningi. Stofnun Fíkniefnadómstólsins er vafalaust spor til sérhæfingar, sem kann þó að vera fullmikil, en ástæður stofnunar hans eru án efa að nokkru þær, að ráðamönnum hefur réttilega ekki þótt hæfa að bjóða upp á almenna þjónustu réttarkerfisins, þegar um mál út af fíkniefn- um var að ræða. Sem þriðja meginþátt, er umbætur á réttarkerfinu ættu að bein- ast að, nefni ég meðferð mála fyrir dómi. Hef ég þá einkum í huga meðferð almennra einkamála, en verulegar breytingar virðast einnig æskilegar að því er varðar önnur mál. Hlutverk héraðsdómara nú vii'ð- ist ærið víðfeðmt eins og sumir túlka það. Stundum finnst lögmönn- um sem dómari telji, að best fari á því, að lögmenn þegi í vitnaleiðsl- um og skýrslugjöfum aðila og dómai'inn sé allt í senn: Forsvarsmað- ur stefnanda og spyrji sem slíkur, forsvarsmaður verjanda og spyrji sem slíkur og spyrji væntanlega einnig sem dómari, ef honum þykir svo við horfa. Þá skiptist meginhluti skýrslutíma í nokkurs konar viðtal dómara við aðila eða vitni, en hinn hluti tímans fer í skriftir á skýrslunni. Það er svo ekki fyrr en undir lok skýrslunnar, þegar 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.