Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 37
Lífeyrissjóður Lífeyrissjóður lögfræðingasambandsins og Lífeyrissjóður danskra hagfræð- inga voru stofnaðir 1961, þegar í fyrsta sinn var gert samkomulag um samn- ingsráðningar, og var tilgangur þeirra að veita eftirlaunatryggingu á grundvelli greiðslna eftir samningnum. Eftirlaunasjóður greiðir eftirlaun vegna aldurs, svo og örorku-, maka- og barnabætur. Þessar greiðslur eru reiknaðar í samræmi við reglur, sem trygg- ingaráðið danska hefur viðurkennt sem útreikningsgrundvöll fyrir lífeyristrygg- ingarfélög. Eru bæturnar reiknaðar eftir tryggingarstærðfræðilegum regl- um, eftir því sem inn hefur verið borgað, og búist er við að verði greitt, svo og eftir aldrinum, þegar menn gerðust aðilar að Iífeyrissjóði. Maka- og barnabæt- ur eru reiknaðar út á hópgrundvelli og því ekki tekið tillit til launaflokks og slíkra atriða. Fyrir utan makabætur greiðir lífeyrissjóðurinn 100.000 d.kr. hóplíftrygging- arbætur, ef menn falla frá í starfi eða við herþjónustu og eru í lífeyrisdeild sjóðsins. Þetta gildir einnig um eftirlaunamenn, sem ekki eru komnir á 67. aldursár. Ekki er tekið sérstakt iðgjald vegna þessarar hóplíftryggingar og ekki heldur vegna slíkrar tryggingar maka sjóðfélaga. Sú trygging er 30.000 d.kr. Þeir, sem aðild eiga að höfuðstólstryggingardeild sjóðsins, njóta hóp- líftryggingar að fjárhæð 50.000 d.kr. Lífeyrissjóðurinn greiðir vegna örorku, auk örorkubóta, örorkutryggingar- fjárhæð að upphæð 70.000 d.kr. fyrir einhleypa og 25.000 d.kr. fyrir gifta sjóð- félaga. Þessi trygging fer stiglækkandi árlega um 2.800 d.kr. og 1000 d.kr. frá fertugasta aldursári, svo að hún er 14.000 d.kr. og 5.000 d.kr., ef sjóðsfélagi er 59 ára. Tryggingin fellur burt við sextugasta aldursár. Auk þessa veitir líf- eyrissjóðurinn hópslysatryggingu þeim sjóðfélögum, sem í starfi eru, og eru bæturnar 100.000 d.kr., ef örorka er 100%. Þetta er veitt án sérstaks iðgjalds. Ef örorkan er 30% eða meiri, eru veittar bætur hlutfalIslega. Tryggingin nær auk slysa til örorku vegna heilabólgu, mænusiggs, lömunarveiki, algjörrar blindu og tannmissis (1000 d.kr.) Heildartekjur lífeyrissjóðsins á ári eru um 50 milljónir d.kr. Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar í skuldabréfum, hlutabréfum, veðskuldabréfum og fasteignum. Hefur sjóðurinn eignast allmörg íbúðarhús á Kaupmannahafnarsvæðinu. Sjóðsstjórnin hefur tekið þá ákvörðun, að sjóðsfélagar hafi forgangsrétt að þessum íbúðum, eftir því hve lengi þeir hafa verið félagar. Sjóðurinn veitir lán gegn fasteignaveði til sjóðfélaga, sem eiga eða vilja eignast fasteignir. Atvinnuleysissjóður Hópur lögfræðikandidata, sem ekki hefur fengið vinnu við lögfræðistörf, hefur farið vaxandi í Danmörku síðan 1972. Hinn 15. október 1974 voru 317 lögfræðingar og hagfræðingar atvinnulausir. Af þeim voru um 80% lögfræð- ingar. Lögfræðinga- og hagfræðingasambandið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna vinnuástandsins. Hefur þar verið um að ræða leit að stöðum, leiðbeining- ar fyrir hina atvinnulausu, svo og námskeið og endurmenntunaráætlanir. Löq- fræðinga- og hagfræðingasambandið hefur einnig látið gera spár um at- vinnuástandið og sett á fót nefnd til að kanna, á hvern hátt námið geti bet- ur búið menn undir væntanleg störf. 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.