Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 7
barnaskólann á Akureyri og bjó jafnframt búi sínu á ættarjöröinni, Dagverð- areyri, skammt utan Akureyrar. Eggert ólst upp á hinu mesta menningar- heimili, í hópi mannvænlegra systkina, þeirra Gunnars bónda á Dagverðar- eyri, Rannveigar, sem lauk háskólaprófi í heimilishagfræSi í Svíþjóð, Krist- ínar efnaverkfræðings, menntuð í Danmörku, og Guðrúnar, húsfreyju í Kópa- vogi. Rannveig, sem nú er látin, var fyrri kona dr. phil. Peter Hallberg, dós- ents í bókmenntasögu við háskólann í Gautaborg, en hann er sá maður, er hvað mestu ástfóstri allra erlendra manna hefur tekið við íslenska tungu og ísienskar bókmenntir, svo sem alkunna er. Kristín er síðari kona dr. Peter Hallberg. Guðrún, sem var yngst þeirra systkina, er Iátin, þannig að nú lifa aðeins tvö þeirra, þau Gunnar og Kristín. Fyrir áhugamenn um ættfræði skal þess getið, að Kristján, faðir Eggerts, og Stefán Jóhann Stefánsson, hrl. og fyrrum forsætisráðherra, voru bræðra- synir. Eggert varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1941 og laga- prófi lauk hann vorið 1947. Hann var mjög góður námsmaður, enda varð hann fremstur þeirra jafningja, er þreyttu lokaprófið í lögum vorið 1947. Haustið 1947 réðist hann fulltrúi til Ragnars Ólafssonar hri. og löggilts end- urskoðanda, Reykjavík. Hann var við framhaldsnám í London í sjórétti og sjóvátryggingarrétti frá janúar 1949 til mars 1950. Réðist enn til Ragnars Ólafssonar í apríl 1950 og vann þar til september 1950, er hann hóf störf á endurskoðunarskrifstofu Kolbeins Jóhannssonar & Co., Reykjavík, og var þar til ársins 1960. Jafnframt endurskoðunarstörfum sinnti hann nokkuð lögfræði- störfum á þessu tímabili. Hann gerðist framkvæmdastjóri fyrirtækisins Desa h.f., Reykjavík, í janúar 1960, og veitti jafnframt forstöðu fyrirtækinu Vélum h.f., Reykjavík, auk þess sem hann var aðstoðarframkvæmdastjóri Vélasöl- unnar h.f., Reykjavík, en þessi fyrirtæki önnuðust m. a. kaup á fjölmörgum fiskiskipum erlendis frá, og kölluðu öll þessi störf á viðskiptasviðinu á tiðar utanferðir Eggerts. Síðustu árin rak Eggert lögmanns- og endurskoðunar- skrifstofu í Reykjavík. Eggert varð héraðsdómslögmaður 1948, löggiltur endurskoðandi 1963 og hæstaréttarlögmaður 1970. Eggert var skarpgreindur og glöggur maður, sérlega skýr í hugsun, vand- virkur og samviskusamur. Var hverju máli vel borgið í höndum hans, svo vart varð á betra kosið. Hann mun ekki hafa glímt mikið við lögfræðina framan af, en er líða tók á, átti lögfræðin æ meira rúm í huga hans. Fannst mér sem lögfræðingurinn í honum hefði ekki notið sín hér á árum fyrr, enda hugur Eggerts þá bundinn við önnur og tímafrek störf á sviði viðskipta og endurskoðunar, svo sem áður greinir. Er á leið virtist mér sem hann vildi leiða lögfræðinginn í sér til þess öndvegis, sem lögfræðingnum sæmdi, án þess að ég sé með þessu móti að kasta nokkurri rýrð á önnur störf hans, sem vissulega voru hin mikilvægustu og öll unnin af hind. Menn fundu fljót- lega, eftir að hann fór að gefa sig að lögfræðinni að marki, að mjög mun- aði um þenna iiðsmann, enda var mjög sóst eftir að fela honum erfið, lög- fræðileg viðfangsefni. Var hann iðulega beðinn að taka sæti sem meðdóm- ari í héraði, bæði f einkamálum og sakamálum. I dómarasæti naut sín vel hin breiða menntun Eggerts sem lögfræðingur og endurskoðandi, og hin mikla reynsla hans á sviði viðskipta og versiunar. 181

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.