Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 39
Nefndir Lögfræðinga- og hagfræðingasamband Danmerkur hefur sett á fót nokkrar nefndir til að leysa aðkallandi verkefni. Þannig hefur verið sett á fót nefnd, sem vinnur að vandamálum varðandi atvinnuástandið, og nefnd, sem á að fjalla um skipulag háskólanáms. Þá hefur sambandið stofnað félagsmála- nefnd, sem fjallar um ýmis vandamál launþega í sambandiu, er koma upp, þegar almannatryggingakerfinu er breytt. Þessi nefnd gætir hagsmuna fé- lagsmanna í sambandinu. Þá er starfandi nefnd lögfræðinga hjá dönsku ömtunum, sem fylgjast á með þróuninni varðandi ríkisömtin og starf þeirra að styðja lögfræðinga, sem þar vinnna, ef vandamál koma upp. Loks hefur sambandið stofnað nefnd, sem vinna á að vandamálum, er snerta skipulag ráðuneytanna dönsku. Samningasjóðurinn Þegar undirbúnar eru viðræður um kaup og kjör, ber að afhenda AC samn- ingasjóði, sem það getur haft til umráða til tryggingar, ef kemur til átaka. Samningasjóður lögfræðinga- og hagfræðingasambandsins veitir slíka trygg- ingu. Sjóðurinn greiðir einnig t.d. lögfræðiaðstoð í sambandi við málaferli út af slitum vinnusamninga. Ýmis þjónusta Styrktarsjóður sambandsins veitir styrki til starfandi lögræðinga og hag- fræðinga, sem vegna sjúkdóma eða slíkra aðstæðna eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Sambandið hefur gert samninga við sparisjóði, sem tryggja, að lögfræðing- ar og hagfræðingar, er stofna vilja til sjálfstæðs rekstrar, málflutningsskrif- stofa eða ráðgjafarskrifstofa, geta fengið stofnlán allt að 50.000 d.kr. Þá hefur verið greður samningur við tryggingarfélagið Fjerde S0 um að kandidatar í sambandinu geti keypt sér bifreiðatryggingu með 20% afslætti miðað við iðgjöld til félaga í iðgjaldasamtökunum. Félagsmenn í sambandinu, sem óska eftir vátryggingu gegn sérstaklega hagstæðum iðgjöldum, geta gerst aðilar að hóptryggingum lífeyrissjóðsins. Október 1974 E. Harboe-Jepsen. LÖGFRÆÐINGASAMBAND FINNLANDS í Finnlandi búa um 4,5 milljónir manna, og af þeim hafa um 6.500 laga- próf. Af þeim eru rúmlega 6.000 við störf. Þeir skiptast þannig, að um þriðj- jungur eru dómarar, lögmenn, lagakennarar eða við lögfræðistörf tengd at- vinnulífinu, rúmlega 40% starfa við opinbera stjórnsýslu, og tæplega þriðj- ungur er við önnur störf í atvinnulífinu eða hjá hagsmunasamtökum. Lögfræðingasamband Finnlands (Suomen Lakimiesliitto — Finnlands Jur- istförbund) var stofnað 1944 að frumkvæði 7 helstu lögfræðingasamtaka landsins. Tilgangurinn var að skapa sterk heildarsamtök, og átti starfsemin aðallega að varða fjárhagsleg og félagsleg hagsmunamál lögfræðinga. 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.