Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 39
Nefndir
Lögfræðinga- og hagfræðingasamband Danmerkur hefur sett á fót nokkrar
nefndir til að leysa aðkallandi verkefni. Þannig hefur verið sett á fót nefnd,
sem vinnur að vandamálum varðandi atvinnuástandið, og nefnd, sem á að
fjalla um skipulag háskólanáms. Þá hefur sambandið stofnað félagsmála-
nefnd, sem fjallar um ýmis vandamál launþega í sambandiu, er koma upp,
þegar almannatryggingakerfinu er breytt. Þessi nefnd gætir hagsmuna fé-
lagsmanna í sambandinu. Þá er starfandi nefnd lögfræðinga hjá dönsku
ömtunum, sem fylgjast á með þróuninni varðandi ríkisömtin og starf þeirra
að styðja lögfræðinga, sem þar vinnna, ef vandamál koma upp. Loks hefur
sambandið stofnað nefnd, sem vinna á að vandamálum, er snerta skipulag
ráðuneytanna dönsku.
Samningasjóðurinn
Þegar undirbúnar eru viðræður um kaup og kjör, ber að afhenda AC samn-
ingasjóði, sem það getur haft til umráða til tryggingar, ef kemur til átaka.
Samningasjóður lögfræðinga- og hagfræðingasambandsins veitir slíka trygg-
ingu. Sjóðurinn greiðir einnig t.d. lögfræðiaðstoð í sambandi við málaferli út
af slitum vinnusamninga.
Ýmis þjónusta
Styrktarsjóður sambandsins veitir styrki til starfandi lögræðinga og hag-
fræðinga, sem vegna sjúkdóma eða slíkra aðstæðna eiga í fjárhagslegum
erfiðleikum.
Sambandið hefur gert samninga við sparisjóði, sem tryggja, að lögfræðing-
ar og hagfræðingar, er stofna vilja til sjálfstæðs rekstrar, málflutningsskrif-
stofa eða ráðgjafarskrifstofa, geta fengið stofnlán allt að 50.000 d.kr.
Þá hefur verið greður samningur við tryggingarfélagið Fjerde S0 um að
kandidatar í sambandinu geti keypt sér bifreiðatryggingu með 20% afslætti
miðað við iðgjöld til félaga í iðgjaldasamtökunum.
Félagsmenn í sambandinu, sem óska eftir vátryggingu gegn sérstaklega
hagstæðum iðgjöldum, geta gerst aðilar að hóptryggingum lífeyrissjóðsins.
Október 1974
E. Harboe-Jepsen.
LÖGFRÆÐINGASAMBAND FINNLANDS
í Finnlandi búa um 4,5 milljónir manna, og af þeim hafa um 6.500 laga-
próf. Af þeim eru rúmlega 6.000 við störf. Þeir skiptast þannig, að um þriðj-
jungur eru dómarar, lögmenn, lagakennarar eða við lögfræðistörf tengd at-
vinnulífinu, rúmlega 40% starfa við opinbera stjórnsýslu, og tæplega þriðj-
ungur er við önnur störf í atvinnulífinu eða hjá hagsmunasamtökum.
Lögfræðingasamband Finnlands (Suomen Lakimiesliitto — Finnlands Jur-
istförbund) var stofnað 1944 að frumkvæði 7 helstu lögfræðingasamtaka
landsins. Tilgangurinn var að skapa sterk heildarsamtök, og átti starfsemin
aðallega að varða fjárhagsleg og félagsleg hagsmunamál lögfræðinga.
213