Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 6
kvæm fyrir þá, sem hlut áttu a3 máli. Brynjúlfur átti það hugarfar og þann skilning, sem hæfði slíku starfi. Hann athugaði málefnin gaumgæfilega og komst jafnan að þeirri niðurstöðu, sem hann var sannfærður um að væri rétt. Þó verksvið Brynjúlfs væri aðskilið frá öðrum störfum ráðuneytisins, leitaði ég oft álits hans um lögfræðileg efni utan hans verksviðs. Mér fannst árang- ursríkt að rökræða slík mál við hann. Ég held að við höfum báðir haft ánægju af slíkum rökræðum. Brynjúlfur var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Guðrúnu Jónatansdóttur, missti hann árið 1937, eftir sex ára sambúð. Árið 1948 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðmundu Ingunni Einarsdóttur frá Stokkseyri og eignuðust þau einn son, Árna Hauk. Ég þakka Brynjúlfi ánægjulegt samstarf og ágæta viðkynningu um leið og ég votta frú Ingunni og syni hennar einlæga samúð mína og konu minnar. Hjálmar Vilhjálmsson EGGERT KRISTJÁNSSON Fræði- og vísindamennirnir á sviði læknis- fræðinnar flokka dánarorsakir eftir tíðni. i fyrsta sæti koma sjúkdómar í hjarta og aðliggj- andi æðum, í annað sæti kemur krabbamein, í þriðja sætið heilablóðfall, í fjórða slys o. s. frv. Einhvers staðar rakst ég á, að Sovétmenn vildu skipa meðal algengustu dánarorsaka lausn úr starfi sakir aldurs. Þrátt fyrir allar stórstígu framfarirnar innan læknisfræðinnar, virðist það enn langt í land, að hún fái reist rönd við vá- gestum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini, enda varð það svo, að sá, sem hér er minnst, féll í valinn langt um aldur fram fyrir sláttumanninum slynga, er nú sveiflaði krabbameinsljánum. 16. mars 1922 á Akureyri. Hann lést 11. des- ember 1974 á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir nokkurra mánaða legu, þar sem hann háði sitt stranga dauðastríð af hetjuskap. Útför hans var gerð 21. desember 1974 frá Dómkirkjunni. Foreldrar Eggerts voru hjónin Sesilía Eggertsdóttir bónda í Ytra-Krossa- nesi og síðar á Möðruvöllum í Hörgárdal Davíðssonar og Kristján Sigurðs- son bóndi á Dagverðareyri Oddssonar. Oddur þessi var Jónsson Oddssonar Gunnarssonar. Bjuggu þeir langfeðgar allir á Dagverðareyri. Bólu-Hjálmar var í vinfengi við þá feðga, sem hlúðu að skáldinu á margan hátt, enda var Hjálmar þar í fóstri um skeið og undi sér þar hið besta og hélt tryggð við Dagverðareyrarheimilið ævilangt, svo sem lesa má í Ritsafni Bólu-Hjálmars. Segir þetta sína sögu um mannkosti þeirra Dagverðareyrar-manna, enda var Bólu-Hjálmar ekki allra. Kristján Sigurðsson, faðir Eggerts, var kennari við 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.