Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 5
BRYNJÚLFUR ÁRNASON Hinn 31. desember 1974 andaðist Brynjúlfur Árnason fyrrverandi deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Síðustu tvö árin átti hann við ill- kynjaðan sjúkdóm að stríða, sem leiddi hann til bana. Brynjúlfur fæddist á Isafirði 30. júlí 1895 og var því á áttugasta aldursári, þegar hann dó. Foreldrar hans voru hjónin Árni Sveinsson kaupmaður og útgerðarmaður á Isafirði og Guð- rún Brynjúlfsdóttir frá Mýrum I Dýrafirði. Brynjúlfur gekk í Menntaskólann í Fteykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1918. Að loknu stúdentsprófi fór hann [ lagadeild Háskóla Is- lands og lauk þar kandidatsprófi vorið 1923. Síðan fór hann aftur heim til Isafjarðar og stundaði þar málfærslustörf til ársins 1926. Á þeim árum var hann öðru hverju skipaður setudómari. Brynjúlfur fór svo til Reykjavíkur og stundaði þar lög- fræðistörf til ársins 1942. Á þeim árum var hann m. a. fulltrúi Lárusar Jóhann- essonar hrl. á málfærsluskrifstofu hans um árabil. Hann var forstjóri upplýs- ingaskrifstofu atvinnurekenda í Reykjavík 1931-1933 og útgefandi Kaupsýslu- tíðinda 1931-1938. Hann var ráðinn ritari í heilbrigðisráðuneytinu 1. febrúar 1942 og skipaður fulltrúi þar frá 1. nóvember sama ár. Þar starfaði hann í sjúkramáladeild og örkumla, sem sett var á fót með lögum nr. 78/1936 um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. I nóvember 1949 var deild þessi sam- einuð félagsmálaráðuneytinu. Brynjúlfur veitti deildinni forstöðu frá 1950 og var skipaður deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 1. apríl 1955. Hann gegndi deildarstjórastarfi í ráðuneytinu þar til deildin var lögð niður og sam- einuð Sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Það var á árinu 1967, en þá lét Brynjúlfur af störfum í ráðuneytinu vegna aldurs. Kynni okkar Brynjúlfs hófust fyrst í janúar 1953, þegar ég gerðist samstarfs- maður hans í félagsmálaráðuneytinu. Ég hafði að vísu séð Brynjúlf áður á skóla- árum mínum í Reykjavík og mundi vel eftir honum, þegar við hittumst fyrst í ráðuneytinu. Brynjúlfur var í hærra lagi, vel vaxinn, Ijós yfirliturn, virðulegur í framkomu, hógvær maður og kurteis, skapfastur og áreiðanlegur. Hann var ágætur lög- fræðingur, rökvís, nákvæmur og greinargóður. Störf sín rækti hann með ein- stakri reglusemi og vandvirkni. Það kemur stundum fyrir, að ströng bókstafs- túlkun laga leiðir til niðurstöðu, sem ekki er réttlát. Þá reynir á vit þeirra, sem framkvæmd annast. Brynjúlfur hafði næma réttlætistilfinningu og sá jafnan gild rök, sem komu í veg fyrir óhæfu þá, sem leitt getur af blindri bókstafs- dýrkun. Starf Brynjúlfs var þess eðlis, að framkvæmd þess gat oft verið við- 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.