Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 18
aðgerða í því sambandi ef tilefni þykja til þeirra. Niðurstöður þeirrar könnunar gætu a. m. k. verið fróðlegar. Lögfræðingar flestir hafa talið, að það sem Hæstiréttur gerði væri endanlegt og óumdeilanlegt í alla staði. Hann sem stofnun hefði síðasta orðið í öllum málum nema helst þeim, sem vörðuðu mannréttindi, þar til gæti komið úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu, og raunar hefði Hæstiréttur einnig æðsta vald um framkvæmd þeirra mála á Islandi. Hvort sem þessi kenning um nokkurs konar ótakmarkað einveldi Hæstaréttar á sviði dómsmála er ótvíræð og hvernig sem varið er réttmæti ásakanna minna á Hæstarétt, er ljóst, að mikilsvert er að tryggja sem best, að þessi æðsti dómstóll landsins, sem m. a. hefur mikilsvert eftirlitshlutverk með höndum gagnvart öðrum handhöfum opinbers valds, ræki skyldur sínar af alúð og gæti réttra reglna í hvívetna. Hér þarf að vera fyrir hendi eftirlitskerfi auk aðhalds lögfræðinga. Afgreiðslu málsins með þeirri umsögn, að eftirlit sé óþarft eða ástæðulaust, þar sem fimm eða sex valinkunnir hæstaréttardómarar halli aldrei réttu máli, er ein- ungis fullyrðing, sem ekki er víst að standist ætíð. Þess vegna er ástæða til að tryggja sem vönduðust vinnubrögð Hæstaréttar. Þar get- ur margt komið til, t. a. m. með ákvæðum í stj órnarskrá. Virðist sem meiri ástæða hefði verið til að setja þar ákvæði til að tryggja vönduð vinnubrögð dómstóla en ráðherra, þar sem dómstólar, sem þegar hafa á hendi eftirlitsstörf gagnvart Alþingi og framkvæmdavaldi, gætu sennilega sinnt stairfi Landsdóms einnig. Það er einnig eðlilegt, að sá opinberi valdhafinn, sem er í nánustu tengslum við landsmenn og sækir vald sitt til þeirra, þ. e. Alþingi, hafi síðasta orðið í þessum efnum sem mörgum öðrum, en eftirlitslausum eða eftirlitslitlum embættismönn- um sé ekki falin nánast öll völd á ákveðnu sviði, sem þeir þurfa ekki að standa neinum skil á. Þetta virðist a. m. k. geta átt við, þegar ekki er fjallað um gildi réttarákvæða gagnvart stjórnarskrárákvæðum. Hvernig þessu verður best fyrir komið, er ekki auðvelt að fullyrða. Mér kemur í hug, að a. m. k. á fyrstu stigum felist eftirlit með Hæsta- rétti í því, að vinnuaðferðarreglum sé fylgt. Virðist ástæða til að það liggi lj óst fyrir, í hvaða formi kröfur aðila og helstu málsástæður þurfa að liggja fyrir, og nauðsyn ber til, að sjálfstæðir réttarvottar og hugs- anlega segulbönd séu fyrir hendi um það, sem gerist í réttarhöldum. Þá kemur mjög til álita að fela umboðsmanni Alþingis, ef ráðinn verð- ur, einhvern þátt í eftirliti með Hæstarétti, t. d. að hafa á hendi miðl- un upplýsinga til Alþingis eða fulltrúa þess um það, sem miður kynni að hafa farið. Þau viðfangsefni, sem hér hefur verið drepið á, eru ekki af því 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.