Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 35
sér að venju fyrir fræðslustarfi um Sþ í skólum. Alls fóru 8 fyrirlesarar í 18 fram- haldsskóla í Reykjavík og nágrenni. Einnig var ýmiss konar upplýsingaefni, bæði veggspjöldum og bæklingum, dreift til nokkurra skóla. Skjalavörður Upp- lýsingaskrifstofu Sþ í Kaupmannahöfn, Borge Harming, kom til landsins í nóv- ember, og skipulagði félagið dvöl hans hérlendis. Hann heimsótti Landsbóka- safnið, Háskólabókasafnið og Fræðslumyndasafn ríkisins og hélt fyrirlestur um flokkun Sþ-efnis yfir stúdentum í bókasafnsfræðum. Sþ helguðu árið 1974 fólks- fjölgunarvandamálinu, og 1975 er kvennaár Sþ. Sigríður J. Magnússon hefur verið tilnefndur fulltrúi félagsins í undirbúningsnefnd fyrir kvennaárið, en í nefndinni eiga að auki sæti fulltrúar Kvenfélagasambands Islands, Kvenrétt- indafélags Islands, Félags háskólakvenna, Kvenstúdentafélags islands og Rauð- sokka. Þrír félagsmenn voru heiðraðir með bókagjöfum á aðalfundinum fyrir vel unnin störf. Þeir voru Helgi Elíasson og Sigríður J. Magnússon, sem hafa setið í stjórn félagsins frá stofnun 1948, og Jóhannes G. Helgason rekstrarhagfræð- ingur, sem var helsti frumkvöðull að stofnun þess. Guðmundur S. Alfreðsson. SAMBAND LÖGFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA í DANMÖRKU Skipulag. Samband lögfræðinga og hagfræðinga í Danmörku (Danmarks Jurist- og Ökonomforbund) var stofnað 1. janúar 1972 með sameiningu Lögfræðingasam- bands Danmerkur og Hagfræðingafélags Danmerkur. Lögfræðingasambandið hafði verið stofnað 1919 og endurskipulagt 1953. Hagfræðingafélagið hafði verið stofnað 1953. Lögfræðinga- og hagfræðingasamband Danmerkur starfar í þeim tilgangi: — að sameina lögfræðinga og hagfræðinga í Danmörku til verndar hagsmunum stéttarinnar í fræðilegum, hagsmunalegum og félagslegum efnum. — að sýna fram á þýðingu menntunar og rannsókna í lögfræði og hagfræði fyrir þjóðfélagið. —• að stuðla að því að félagsmenn haldi við og auki fræðilega menntun sína. — að semja um launa- og ráðningarkjör fyrir lögfræðinga og hagfræðinga í opinberri þjónustu og þjónustu hjá einkaaðilum. — að eiga samvinnu við önnur samtök um málefni, sem þau hafa sameigin- legan áhuga á. I sambandinu voru í janúar 1974 11.357 félagar sem skiptust á þennan hátt: ráðnir í þjónustu hins opinbera 2.757 skipaðir í þjónustu hins opinbera 2.055 lögmenn 1.368 lögmannsfulltrúar 478 aðrir í þjónustu einkaaðila og sjálfstæðum rekstri 530 aðrir kandidatar og eftirlaunamenn 980 stúdentar 3.189 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.