Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 28
Er aðalframsögumaSur Lars Ag, forstjóri í neytendasamtökunum sænsku, en annar framsögumaður Stále Eskeland háskólakennari, Osló. Fundarstjóri verð- ur Jan Hellner prófessor, Stokkhólmi. i deild B verður til meðferðar efni úr vinnurétti: „Samúðarverkföll (samúðaraðgerðir) í þágu aðilja, sem á í vinnu- deilu erlendis." Er aðalframsögumaður prófessor Kaarlo Sarko, Helsingfors, en annar framsögumaður Tore Sigeman, dósent í Uppsölum. Fundi stýrir prófessor Antti Suviranta, Helsingfors. I deild C verður fjallað um efni, sem varðar fjárhagsábyrgð ráðunauta („konsulenta"). Er aðalframsögumaður pró- fessor Tore Sandvik, Osló, en annar framsögumaður prófessor Hans Saxén, Ábo. Fundarstjóri fyrir þeirri deild verður Per Brunsvig, hæstaréttarlögmaður, Osló. Um deild D var áður rætt. Um kvöldið munu íslenskir lögfræðingar bjóða erlendum gestum og mökum þeirra til kveldverðarboðs á heimilum sínum. Árið 1960 var öllum erlendu þátttakendunum boðið á íslensk heimili að kveldi annars þingdags. Er það einlæg von stjórnar mótsins, að nú auðnist okkur að ná viðlíka árangri. Heitir stjórn þingsins á íslenska lögfræðinga að bregðast vel við málaleitun hennar í þessu efni, og má geta þess, að undirtektir eru þegar mjög góðar. Þriðja þingdaginn, föstudaginn 22. ágúst, hefjast fundir kl. 9:30 og þá í hinum einstöku norrænu deildum samtakanna. Fer þar fram stjórnarkjör í hverri ein- stakri landsdeild, og að öðru leyti er þar fjallað um innandeildarmál. Kl. 10:00 verður svo allsherjarfundur í Háskólabíó — en deildarfundir miðvikudag og fimmtudag fara fram í Lögbergi og Árnagarði. Til umræðu á þessum allsherjar- fundi verða lögfræðileg og félagsleg vandamál, sem bundin eru við „den papirlöse familie", þ. e. við svonefnda raunhæfa sambúð (óvígða sambúð). Aðalframsögumaður verður þar Inger Margrethe Pedersen, dómari í Lands- yfirrétti, Kaupmannahöfn, en annar famsögumaður Kirsti Bull, lektor, Osló. Fundarstjóri verður Kristian Mogensen, málflutningsmaður við Landsyfirrétt, Kaupmannahöfn. Kl. 19:30 um kvöldið hefst svo lokahóf þingsins með kveldverði og dansi á Hótel Sögu og Hótel Borg. Fatnaður er þar dökk föt eða smoking. B. Nýmæli á norræna lögfræðingaþinginu 1975 Á síðustu árum hefir verið rætt allmikið um norrænu lögfræðingaþingin, og er því ekki að leyna, að ýmsum hefir þótt þau vera um of hefðbundin og nokk- uð þyngslaleg í tilhögun og vinnubrögðum. Hefir m. a. verið á það bent, að umræður séu um of með því marki brenndar, að menn lesi upp úr handritum, og að þar gæti ekki nægilega mikið frjálslegra skoðanaskipta. Menn hafa og t. d. bent á, að á ýmsum þingum akademískra manna i öðrum starfsgreinum séu mál þeirra rædd í hópum, greinargerðir séu tiltölulega stuttar og oft í formi niðurstaða eða ,,tesa“ fremur en langra fræðilegra útlistana. Þá hefir sérstaklega verið á það bent, að þingtíðindi komi til muna of seint frá hverju einstöku þingi, en síðustu ár hafa þau sjaldnast birst fyrr en 3 árum eftir þinglok. Islenska mótstjórnin tók þessi mál öll til umræðu á fyrstu fundum sínum á árinu 1972, og voru ýmsar tillögur gerðar til allsherjarfundar í Stokkhólmi haustið 1973. Voru þar samþykktar þrjár tillögur, sem horfa til nýbreytni. Skal þeirra nú getið. 1. I þetta skipti var fundarstjóri fyrir hvert einstakt viðfangsefni skipaður 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.