Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 15
byrjaðs októbers 1974. Er í þessu sambandi ástæða til að líta til síð- ustu mgr. 38. gr. laga nr. 85/1936 um almenna meðferð einkamála og 11. gi'. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Islands. Hafi dómsmálaráð- herra samþykkt allt að þriggja mánaða réttarhlé vegna sumarleyfis, virðist mér það bera vott um skeytingarleysi gagnvart þeim, sem biðu afgreiðslu mála sinna eða sérstakri og ástæðulausri tillitssemi við hæstaréttardómara, nema hvoru tveggja sé. 1 öðru lagi er umfjöllun réttarins á málástæðum aðila. Virðist sem rétturinn telji sér heimilt að velja þær málsástæður, sem hann telur henta, en gera lítið úr eða sleppa þeim, sem lögmenn byggja á. Er rétt, að dómstólar geti þess, hvor málsaðila beri fram málsástæður eða greini frá því sérstaklega, ef málsástæða er alfarið tilfundin hjá rétt- inum. Mun ég nú víkja nánar að umfjöllun málsástæðna: a) Réttilega er greint frá vanskilum bæði upphaflegum og þeim, sem fyrir lágu, þegar dómur var upp kveðinn, þ. e. níu mánaða vanskilum, en þau voru ekki talin nægjanleg til að valda útburði. Þar sem báðir aðilar málsins voru atvinnurekendur og ákvæði laga um lausafjárkaup virðast taka til þeirra og valda því, að öll vanskil teljist jafnan veruleg, er niðurstaða Hæstaréttar mjög athyglisverð. Ef byggja má á dómi þessum til fordæma, ættu leigutakar nú að geta leyft sér mun meiri vanskil en hingað til hefur verið talið að liðust. önnur meginástæða af hálfu lögmanna og þá lögmanns gerð- arþola var, að ákv. laga nr. 71/1966 um verðtryggingu fjárskuld- bindinga tækju til húsaleigsamninga og verðtryggingarákvæði í slíkum samningum væri óheimil nema samþykki Seðlabankans kæmi til. Þessi málsástæða var megin umfjöllunarefni lögmanna fyrir Hæstarétti, og mun meðal annars hafa valdið því, að rétt- urinn óskaði að lögmenn yfirgæfu réttarsalinn og gerðu hlé á málflutningi. Hún er hvergi nefnd í dómi Hæstaréttar. Þá er komið að málsástæðum Hæstaréttar, sem lögmenn virð- ast ekki hafa komið auga á, að skiptu máli sem slíkar, a. m. k. verður það ekki séð af skriflegum gögnum þeirra. 1. Meint mótmæli stefndu gegn því, að nokkuð hafi verið samið um breytingu á upphaflegum leigumálum. Þessi fullyrðing er ekki í samræmi við skrifleg gögn í málinu, að því leyti, að lögmaður stefndu mótmælti því aldrei, að samið hefði verið um breytingu á upphaflegum leigukjörum, kr. 4.000,oo á mán., á árinu 1965, enda erfitt að halda því fram eftir t. d. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.