Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 41
þörf fyrir réttarbætur. Sambandið hefur einnig oftsinnis beint áskorunum um samnorrænt löggjafarstarf til sendinefndar Finnlands í Norðurlandaráði. Laga- náminu og starfsþjálfun lögfræðinga að prófi loknu hefur verið veitt sér- stök athygli, og fer nú fram endurskoðun reglnannna um þessi atriði bæði. Sambandið veitir styrki og framlög, og er það liður í þeirri viðleitni að auka starfshæfni lögfræðinga og menntun. Verðlaun eru árlega veitt þeim lögfræði- kandidat, sem náð hefur hæsta prófi, og einn eða fleiri styrkir eru boðnir til námsferða til annarra landa. Sambandið hefur veitt félögum laganema um- talsverða styrki til að efla starfsemi þeirra almennt. Þá hefur sambandið geng- ið í ábyrgð vegna námslána fólks, sem býr sig undir hið svonefnda lægra laga- próf, kandidatspróf eða licenciaspróf. Sambandið gefur út tímaritið „Lakimiesuutiset — Juristbladet“ til að kynna starfsemi sína og önnur mál, sem efst eru á baugi. Blaðið kemur út 10 sinnum á ári, og er því dreift endurgjaldslaust til allra, sem eru í aðildarfélögunum. Pentti Ajo. HIÐ SÆNSKA SAMBAND LÖGFRÆÐINGA OG ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐINGA Skipulag Saga þeirra samtaka, er hér verður lýst, verður rakin til áranna 1940 og 1942, þegar stofnuð voru Félag ungra lögfræðinga í Svíþjóð og Hagsmunasam- tök þjóðfélagsfræðinga. Eftir rúmlega 6 ára starfsemi var þessum félögum breytt í Lögfræðingasamband Svíþjóðar og Þjóðfélagsfræðingafélag Svíþjóð- ar. Snemma árs 1968 hófust viðræður um samstarf þessara félaga. Aðalástæð- an var sú, að á mörgum sviðum voru hagsmunirnir nátengdir. Viðræðurnar báru árangur, og frá upphafi árs 1969 hafa lögfræðingar og þjóðfélagsfræð- ingar verið í einum samtökum, JUS, og þar með betur búnir til að vinna að hagsmunahiálum stétta sinna. JUS er skammstöfun heitisins Jurist- och Sam- hállsvetareförbundet. Sambandið er fyrst og fremst félagsskapur lögfræðinga og þjóðfélagsfræð- inga, en eftir lögum sínum nær það einnig til annarra, sem vinna störf, er venjulega koma í hlut lögfræðinga eða þjóðfélagsfræðinga. Allmargir opin- berir starfsmenn, sem vinna sjálfstætt að málum, hafa sótt um aðild að JUS og fengið hana, þó að þeir hafi ekki háskólapróf. I sambandinu er mönnum Ijóst, hve nátengdir eru hagsmunir þess stóra hóps innan stjórnsýslunnar, sem fer með hin vandasamari mál, annaðhvort vegna menntunar eða starfsreynslu. Er hér að verða þróun, sem kemur vel heim við almenn viðhorf innan JUS varðandi skipulagsmál. Sambandið á aðild að SACO (Sveriges Akademikers Centralorganisation), og frá 1. janúar 1975 mun það verða í hinum nýju heildarsamtökum, SACO — SR. SR er skammstöfun á Statstjánstemánnens Riksförbund. Þess má vænta 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.