Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 43
Kjarabætur þær, sem unnt er að ná, verða bæði fjárhæð launa og önnur kjör, svo sem lengd orlofs, laun í veikindaforföllum, atvinnuöryggi o.fl. Starfið að samningamálum er víðtækt og fer m. a. fram milli heildarsam- takanna. Breytingar standa nú yfir í stjórnsýslunni bæði hjá ríki og sveitarfé- lögunum, og valda þær því, að forsendur fyrri samninga eru ekki lengur fyrir hendi. Skipulag stofnana og skrifstofa ríkisins breytist, nýir opinberir aðilar koma fram á sjónarsviðið o. s. frv. Með öllu þessu þarf samningadeild JUS stöðugt að fylgjast. Sambandið heldur uppi stöðugu samningastarfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, sem félagsmenn í JUS starfa á. Starfinu er hagað með nokkuð mismunandi hætti, m.a. eftir því, hvort sambandið sjálft er form- lega samningsaðili. Það gerir kjarasamninga fyrir þá félagsmenn sína, sem vinna hjá sveitarfélögum, í iðnaði og hjá tryggingarfélögum. SACO er samn- ingsaðili við ríkið, og þess vegna er starf JUS að samningum við það sam- tvinnað starfi heildarsamtakanna. Til stuðnings í samningastarfnu lætur sam- bandið árlega gera launaskýrslur um lögfræðinga og þjóðfélagsfræðinga. Skrifstofa sambandsins hefur afskipti af málum, þegar skýra þarf samninga, og hún veitir félagsmönnum aðstoð við gerð ráðningarsamninga. Atvinnuöryggi hefur þýðingu fyrir alla menn. Ráðstafanir til að bæta rekst- ur í atvinnulífinu hafa leitt til þess, að fjöldi félagsmanna hefur snúið sér til sambandsins til að fá aðstoð vegna uppsagna. Slík þjónusta við félagsmenn kemur svo sem eðlilegt er ekki síst til. þegar erfiðleikar steðja að í efnahags- málum. I málum sem þessum hefur starfsliði sambandsins tekist að ná viðun- andi samningum um lausn mála í flestum tilvikum. Tímaritið JUS Tímaritið JUS kemur út 12 sinnum á ári, og eru birtar þar almennar fréttir um starfsemi sambandsins. Gefnir eru út bæklingar, samband haft við fjöl- miðla og sérstakir fréttafundir haldnir. Á þennan háttt eru félagsmenn frædd- ir um starfsemina og afstaða sambandsins til ýmissa mála kynnt fyrir al- menningi. í ritröðinni ,,JUS-Aktuellt" koma út upplýsingabæklingar, sem ætl- aðir eru hópum innan sambandsins og fjalla um afmörkuð atriði. Hafa um 45 slíkir bæklingar verið gefnir út á þessu ári. Trúnaðarmenn sambandsins, sem nú eru um 800, fá upplýsingar í bæklingum, sem sameiginlega kallast ,,JUS- Information". Atvinnuleysistryggingar. Skv. reglum þar að lútandi verða allir félagsmenn í sambandinu, sem starfa hjá öðrum, að sjálfsdáðum aðilar að AEA (Akademikernas Erkanda Ar- betslöshetskassa). Iðgjaldið er nú 75 s.kr. á ári. Tryggingar o. fl. Á síðari árum hefur sambandið aukið starfsemi sína á sviði trygginga, bæði með því að sjá sjálft um slíkar tryggingar eða miðla þeim. Það sér sjálft um almenna sambandstryggingu, sem allir félagsmenn geta átt aðild að. Er kost- ur á Iíftryggingu að upphæð 42.500 eða 85.000 s.kr., svo og slysatryggingu. Unnt er að tryggja einnig eiginkonu eða eiginmann. Þá útvegar sambandið félagsmönnum sínum slysatryggingu, sem náð getur til barna, ríflega heimilis- tryggingu og lága sjúkratrygginu. 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.