Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 26
Ávíð «íi dreif NORRÆNT LÖGFRÆÐINGAÞING Á ÍSLANDI 1975 i. Norrænt lögfræSingaþing verður haldið hér á landi 20.—22. ágúst n. k. Er það í annað skipti, sem til sllks þings er stofnað á Islandi, og var fyrsta þingið haldið hér sumarið 1960. Var það sammæli manna, að það þing hafi farið fram með þeim hætti, að til sóma hafi verið fyrir íslenska lögfræðingastétt. Formaður stjórnar Islandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna var þá Árni Tryggvason, þáverandi hæstaréttárdómari, en framkvæmdastjóri var Sigurður Líndal, þá dómarafulltrúi. Norrænu lögfræðingaþingin eiga sér, eins og alkunna er, langa sögu. Var fyrsta þingið háð í Kaupmannahöfn 1872, og var aldarafmælisins minnst á síðasta lögfræðiþingi, í Helsingfors 1972. Hafa þessi þing gegnt mikilvægu hlutverki. Með þeim hefir skapast vettvangur til umræðna um lögfræðileg vandamál. Þar hafa menn skipst á skoðunum um reynslu af ýmiskonar laga- úrræðum, og margvísleg iögfræðileg álitamál hafa verið krufin til mergjar. Þingin hafa haft veigamikil áhrif á lagaþróun, því að oft hafa þar verið til umræðu og meðferðar grundvallaratriði í umbótum á löggjöf. Er sýnt fram á þennan árangur í störfum lögfræðiþinganna í hinu merka riti Henrik Tamm hæstaréttardómara frá 1972 um sögu norrænu lögfræðiþinganna. Hygg ég, að þessi þáttur norrænu lögfræðiþinganna verði seint ofmetinn. Þingin hafa einnig haft heppileg áhrif til samræmingar um ýmis lagaviðhorf, t. d. í dóm- sýslu og stjórnsýslu, og mörg framlögin þar, einkum greinargerðir aðalfram- sögumanna, hafa haft mikið vísindalegt gildi. Það er þó ótalið, sem eigi skiptir minnstu máli — norrænu lögfræðingaþingin hafa verið mikill tengiliður milli norrænna lögfræðinga. Þau hafa stuðlað að auknum kynnum þeirra, og á þessum þingum hafa oft bundist traust vináttutengsl. II. Tilhögun norræna lögfræðingaþingsins 1975 er vissulega með venjubundn- um hætti að verulegu leyti. Þó er þess að geta, að komið er víð m. a. tvenns- konar nýmælum, hópumræðum um tiltekið lögfræðilegt og félagslegt vanda- mál, og svo er mönnum boðið að halda lögfræðileg erindi um sjálfvalið efni. Skal nú fyrst geta í tímaröð þeirra atriða í dagskrá, sem falla í venjubundinn farveg, en síðar hinna, er til nýmæla teljast. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.