Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 11
ir til skýrslugjafar fyrir dómi, þrátt fyrir marg ítrekaðar óskir. Það skal þó tekið fram, að undir lok dómsmeðferðar var ekki sótt fast á um þinghald, þar sem mér tókst ekki að hafa upp á fyrrverandi for- svarsmanni umbjóðanda míns og lykilvitni var látið. Hinn langi tími, sem oft líður frá höfðun máls til úi’slita í því, er vafalaust alvarlegasti gallinn á íslenska réttarkerfinu í dag. Þegar höfð er í huga ör verðbólga og langur meðalmálsmeðferðartími munn- legra fluttra mála fyrir héraðsdómstólum, sem naumast er minni en eitt og hálft ár, og nú orðið þegar málsmeðferðartími fyrir Hæsta- rétti er almennt naumast skemmri en eitt og hálft ár, reynist afar örðugt að ná virkum 50% rétti manns, sem dómstólar komast að nið- urstöðu um, að eigi í reynd allan rétt. Er þá horft fram hjá því, að mjög oft veldur langur dráttur máls beinum réttarspjöllum, bæði vegna brottfara upplýsingaaðila og gagna og eins vegna þess, að aðil- um og lögmönnum tekst fremur en annai’s væri að breyta þeim upp- lýsingum, sem koma til með að verða grundvöllur málsins. Þá er þess að minnast, að langur dráttur á greiðslu, þótt hún verði að lokum gi’eidd með fullum verðbótum og almennum vöxtum, getur valdið t.d. atvinnurekanda stórfelldu tjóni. Seinagangur réttarkei'fisins virð- ist því svo alvarlegur, að önnur atriði falla alfarið í skugga hans. Ef tækist að ná því marki að hafa málsmeðferðartíma héraðsdóms stutt- an, t.a.m. fjóra til sex mánuði, mundi það bæta stórlega viðskipta- hætti í landinu. Virðist mér, að önnur vandamál ættu þá að leysast betur og þróun íslensks réttar að verða örari en annars myndi verða. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég hafi réttu lausnina á viðfangsefn- inu, þó að þær geti verið margar og margþættar. Eg tel þó óhjá- kvæmilegt, að breytingar verði stórfelldar og margar. Virðist mér æskilegt, að þær taki til breytinga á stærð dómumdæma og breyttra reglna um meðferð mála fyrir dómi. Einnig virðist nauðsynlegt að breyta framkvæmd réttarrannsókna og kennslu bæði við Lagadeild Háskólans svo og annars staðar, þar sem fjallað er um íslenskan rétt. Hvað varðar stærð umdæma, virðist ljóst, að fjölgun umdæma frá því sem var fyrir 1940 og að nokkru um aldir, á ekki lengur rétt á sér. Aðstæður fyrri tíma með óbrúaðar ár, illfæra fjallvegi og frum- stæð samgöngutæki, sem vafalaust hafa áður ráðið miklu um stærð umdæma, eiga ekki lengur við. Stækkun umdæma, a.m.k. að því er varð- ar suma málaflokka, er augljóslega tímabær, en reyndar þarf um- dæmaskipunin ítarlegrar athugunar við, þegar starfsmenn embætta þurfa að fara í gegnum tvö umdæmi á leið sinni frá embættisbústað til starfa í sama umdæmi. 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.