Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 16
kr. 7.600,oo mánaðargreiðslur árin 1972 og 1973 og „deponer- ingu“ stefndu í apríl 1974 o. fl. Lögmaður stefndu hélt því hins vegar fram, að hækkun leigu hefði verið óheimil, þó að hún væri umsamin, en það er annað mál. 2. Þá er þess getið, að ekki hafi komið fram gögn um leigu- greiðslur stefndu til leigusala fyrir 1. janúar 1973, en þá varð áfrýjandi, sem jafnframt var gerðarbeiðandi, eigandi hins leigða húsrýmis. Lögmenn munu lítið hafa fjallað um þetta atriði, enda engar kröfur komnar út af leigu fyrir 1. janúar 1973. Hins vegar er þessi fullyrðing líka röng. 1 gi'ein- argerð áfrýjanda er skýrt frá, að greidd mánaðarleiga á ár- inu 1972 hafi verið kr. 7.600,oo, og í leigusamningi, sem lá fyrir í málsskjölum bæði sem sérstakt undirréttarskjal og einnig þar sem hann var birtur í heild í dómi Fógetaréttar, segir, að leigan hafi verið kr. 4.000,oo á mánuði miðað við vísitölu framfærslu í janúar 1965. Skyldi leiguupphæðin end- urskoðuð einu sinni á ári, í fyrsta sinn 1. janúar 1967. Voru engar véfengingar um þessi atriði af hálfu lögmanna. 3. 1 dómi Hæstaréttar er talið sýnt af málflutningi aðila, að fjár- skipti þeirra út af framangreindum atriðum væru um margt óglögg. Um þetta vil ég segja, að fjárskipti aðila málsins, sem átt hafa skipti síðan 1. janúar 1973, eru ljós í öllum atriðum, þannig að enginn ágreiningur var um gi’eiðslur þeirra í milli. Aðeins ágreiningur um það, hvað átti að greiða, en það var auk annars verkefni réttarins að taka afstöðu til þess. Væri fróðlegt nú að gengnum dómi Hæstaréttar að fá upplýsingar um það, í hvaða greinum fjárskipti aðila hefðu verið óglögg. 4. Hæstiréttur virðist gera að ágreiningsefni með aðilum inn- búnað húsnæðis en engar kröfur komu fram í skriflegum gögnum málsins þar um, enda ekki vitað um neinn ágreining í því sambandi. 5. Þá er komið að því atriði, sem einna mesta furðu mína vakti. Það er raunar einnig utan við kröfur og málflutning aðila. Það er yfirlýsing dómsins um, að leigusali eigi samkvæmt upphaflega leigumálanum að verða eigandi að innbúnaðj húsnæðisins við lok leigutímans 1. febrúar 1975. Um þetta segir í leigsamningi aðila: „Leigutaki sér um og greiðir kostnað við frágang og innréttingu húsnæðisins og skal því verki vei’ða lokið fyrir 15. maí 1965. Að leigutímabilinu loknu verða innréttingar eign leigusala að öðru leyti en því, sem

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.