Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 48
7. gr.
Aðalfundur samtakanna skal haldinn í októbermánuði ár hvert. Þar skal
gerð grein fyrir starfsemi síöasta árs og reikningum félagsins, mótuð megin-
stefna næsta starfsárs, kjörin stjórn og endurskoðendur og ákveðin upphæð
árgjalds. Rétt til setu á aðalfundum hafa þeir einir sem lokið hafa greiðslu
árgjalds liðins starfsárs.
8. gr.
Stjórn samtakanna skal skipuð 5 mönnum, formanni, gjaldkera, ritara og
tveimur meðstjórnendum. Formaður skal kjörinn sérstaklega, en aðrir stjórn-
armenn skulu kjörnir í einu og ræður afl atkvæða kosningu. Stjórnin skiptir
sjálf með sér verkum að öðru leyti. I forföllum formanns kýs stjórnin stað-
gengil hans úr eigin hópi. Kjörnir skulu 2 endurskoðendur.
9. gr.
Formaður boðar til stjórnarfunda. Honum er skylt að halda stjórnarfund
ef a. m. k. 2 stjórnarmanna krefjast þess.
10. gr.
Stjórnin boðar til félagsfunda með dagskrá eftir því sem ástæða þykir
til. Skylt er að halda félagsfund ef 2 stjórnarmanna eða 10 félagsmenn
krefjast þess. Félagsfundir geta hnekkt ákvörðunum stjórnar.
11. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess atkvæði
þeirra sem fundinn sitja.
Ákvæði til bráðabirgða:
Lög þessi öðlast gildi er þau hafa verið samþykkt af meirihluta sem
skipaður sé a. m. k. 10 mönnum á stofnfundi Islandsdeildar samtakanna
15. september 1974. Skal þá þegar kosin fyrsta stjórn samtakanna og end-
urskoðendur. Rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslu um lög samtakanna og í
stjórnarkjöri á stofnfundi hafa þeir sem gerast félagar í samtökunum á fund-
inum.
Fyrsti aðalfundur skal haldinn í október 1975.
Þannig samþykkt á stofnfundi í
Norræna húsinu í Reykjavík 15. september 1974.
222