Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 38
Loks hefur sambandið sett á fót atvinnuleysissjóð, sem veitir styrki þeim kandidötum, sem ekki hafa fengið stöðu mánuði eftir próf. Styrkurinn er 132,— d.kr. í allt að 180 daga á fyrsta ári eftir kandidatspróf. Búist er við, að úr sjóðnum verði greiddar um 4 milljónir d.kr. í styrki 1974—1975. Sjóðurinn er fjármagnaður að nokkru af framlögum frá félagsmönnum í sambandinu og að nokkru með ríkisframlagi. Forlag Forlag lögfræðingasambandsins var stofnað 1959 í því skyni að gefa út lagabækur, — kennslubækur, lagaskýringar og önnur rit, sem varða félags- menn. Forlagið á að reyna að gera bækurnar ódýrar en tryggja þó höfund- um sanngjörn ritlaun. Ekki á að stefna að neinum ágóða af starfseminni. Forlag lögfræðingasambandsins gefur út meginþorra kennslubóka í lög- fræði og ýmsar handbækur til notkunar fyrir lögfræðinga í starfi og aðra þá, sem vinna að lögfræðilegum verkefnum. Forlagið hefur gefið út um 200 bækur. Velta þess á ári er um 2,5 milljónir d.kr. Eftir sameiningu Lögfræðingasambands Danmerkur og Hagfræðingafélags Danmerkur hefur verið rætt um að færa starfsemi forlagsins út og gefa út bækur um hagfræðileg efni. Vegna þess hefur nú verið skráð firma, Þjóðfé- lagsvísindaforlagið. Tímarit Lögfræðinga- og hagfræðingasambandið sendir öllum félagsmönnum tíma- rit, sem fjallar um lögfræðileg og hagfræðileg efni, og „Debat og Orientering" en í því birtast sambandsfréttir. Allir félagsmenn, sem hafa tekið kandi- datspróf fá einnig sent ,,AC-Debat“. Það blað er gefið út af háskólamanna- sambandinu. Auglýsingar um stöður eru birtar í tímaritinu fyrir lögfræðinga og hagfræðinga. Þeir félagsmenn, sem leita eftir atvinnu, geta fengið tekna auglýsingu ókeypis, og má láta vtsa á skrifstofuna í því sambandi. „Debat og Orientering" flytur efni um sambandið og umræður um stéttarmál og hags- munamál lögfræðinga og hagfræðinga. Símenntun Til að framfylgja því ákvæði í sambandslögum að sambandið eigi að starfa að því að félagsmenn haldi við og auki sérmenntun sína, hefur stjórn sam- bandsins skipað nefnd, sem á að stjórna námskeiðum fyrir félagsmenn. Á hverju misseri heldur þessi nefnd nokkur námskeið um lögfræðileg og hag- fræðileg efni. Haldin eru upprifjunarnámskeið í 14 lögfræðilegum sérefnum, og er þeim hagað þannig, að þátttakendur geta á tveimur misserum fengið yfirlit yfir nýjustu viðhorf t öllum kennslugreinum í lögum. Þá eru einnig m. a. haldin námskeið um ný lög og hagfræðileg efni, svo og námskeið í ensku, þýzku og frönsku lagamáli og hagfræðimáli. Að því er stefnt, að þátttökugjöld í námskeiðunum standi undir kostnaði vegna kennslu, húsnæðis og undirbúnings. Á ári hverju taka um það bil 1000 lögfræðingar og hagfræðingar þátt í námskeiðum sambandsins. Veltan á ári er um 800.000 d.kr. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.