Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 31
haldsafplánun á Reykjavíkursvæðinu, var jafnframt hafinn undirbúningur að byggingu nýs gæsluvarðhaldsfangelsis í Reykjavík sem hluta af ríkisfangelsinu. Unnið er nú að hönnun slíkrar byggingar og fengið hefur verið vilyrði fyrir lóð fyrir hana hjá Reykjavíkurborg. Þess er vænst, að hönnun byggingarinnar verði langt komin á þessu ári, en síðan fer það eftir fjárveitingum, hvenær unnt verður að hefjast handa um byggingarframkvæmdir. Vinnuhælið að Litla-Hrauni rúmar nú 50 fanga. Það var stækkað um 20 klefa með viðbyggingu, sem tekin var í notkun haustið 1971. Frá því að við- byggingin var tekin að fullu í notkun, hefur hæiið ekki verið fuilsetið, og lætur nærri, að á síðastliðnu ári hafi verið að meðaltali um 35 fangar á hælinu á dag. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að bæta vinnuaðstöðu á hælinu og auka fjölbreytni vinnunnar, og í því skyni var byggður nýr vinnuskáli, sem tek- inn var í notkun á síðastliðnu hausti. Hælið hefur nú byrjað framleiðslu á gang- stéttarhellum og milliveggjaplötum. Hefur sú framleiðsla gengið vel, og gengið hefur greiðlega að selja vöruna. Þá hefur hælið um nokkur undanfarin ár verið einn helsti framleiðandi netasteina fyrir útgerðina. Auk þess er á hælinu unnið að hnýtingu spyrðubanda, umslagagerð og samsetningu pappakassa fyrir skjalasöfn. Á miðju síðastliðnu ári urðu forstjóraskipti á Vinnuhælinu. Markús A. Ein- arsson lét af störfum og Helgi Gunnarsson tók við. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var lokað í rúma 3 mánuði á síðastliðnu ári, meðan fram fór all umfangsmikil viðgerð á húsinu. Er það sennilega lengsta samfellda lokun hússins á þeim 100 árum, sem liðin eru síðan það var tekið í notkun. Á Vinnuhælinu að Kvíabryggju hafa undanfarið svo til eingöngu verið vist- aðir afplánunarfangar. Aðeins örfáir vistmenn hafa verið þar vegna meðlags- skulda síðastliðin 2—3 ár. Samkvæmt 14. gr. laganna um fangelsi og vinnuhæli skal starfrækja sér- sérstaka stofnun til þess að annast umsjón og eftirlit með þeim, sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið eða leystir úr fangelsi með skilyrð- um. Nánari ákvæði um þessa stofnun voru síðan sett með reglugerð um skil- orðseftirlit nr. 20 21. janúar 1974, en stofnunin tók síðan til starfa 1. desember sl. Forstöðumaður hefur verið ráðinn til eins árs, Axel Kvaran, sem verið hefur aðalvarðstjóri í lögreglunni í Reykjavík. Stofnunin hefur skrifstofu í Gimli við Lækjargötu, og í húsnæði hennar hefur fangaprestur einnig skrifstofu sína og sömuleiðis hafa Félagasamtökin Vernd fengið þar aðstöðu fyrir fulltrúa. Jón Thors STARFSEMI SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA 1974 Samband íslenskra sveitarfélaga er frjáls hagsmunasamtök, sem ætlað er að vinna að hverskonar sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna í land- inu og að efla samstarf sveitarfélaganna og almenna fræðslu um sveitar- stjórnarmál. 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.