Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 36
Stjórn sambandsins er í höndum aðalstjórnar, sem í eru 15 manns, og er hún valin af fulitrúaráðinu. Fulltrúaráðið er vaiið af sérstökum kjörfundum í þeim sjö hópum, sem taldir eru upp hér að ofan, og eins og þar kemur fram eru í hópunum u. þ. b. 8.500 kandidatar og 3.000 stúdentar. Starfsemi sambandsins fer að öðru leyti fram á vegum ýmissa sambands- deilda, samtaka og félaga, sem fulltrúaráð sambandsins hefur viðurkennt. Til aðstoðar stjórnum og nefndum er skrifstofa, þar sem um 50 manns starfa, þar af eru 9 lögfræðingar og hagfræðingar. Félagsgjöld til sambandsins eru alls um 4.000.000 d. kr. Gjöldin eru not- uð til útgáfu blaðs, til að greiða gjöld til AC (heildarsamtaka háskólamanna), til styrkja til stúdenta o. fl., svo og vegna kostnaðar við samningastarf á vegum skrifstofunnar. Samningsréttur Sambandið er aðili að heildarsamtökum háskólamanna (AC — Akademi- kernes Centralorganisation), sem ríkið hefur viðurkennt sem samtök, er hafi samningsrétt fyrir ríkisstarfsmenn í hærri launaflokkunum. AC hefur falið sambandinu að semja um kjör ríkisstarfsmanna, sem eru lögfræðingar eða hagfræðingar að mennt. Samningar við sveitarfélögin eru ekki á einni hendi. Við þau semur lögfræð- inga- og hagfræðingasambandið fyrir menn með slíka menntun. Lögfræðinga- og hagfræðingasambandið hefur einnig síðan 1961 gert samn- inga við ríkið og sveitarfélögin um ráðningarkjör lögfræðinga og hagfræðinga, sem ráðnir eru á samningsgrundvelli. Samningaviðræður hafa farið þannig fram, að AC hefur sett á fót samninganefnd, sem lögfræðinga- og hagfræðinga- sambandið hefur átt fulltrúa í. Frá árinu 1972 hafa samningaviðræður, bæði fyrir þá sem ráðnir eru á samn- ingsgrundvelli, og fyrir þá sem eru opinberir starfsmenn, verið samræmdar í miðstjórn samningamála hjá AC. Ráðning lögfræðinga og hagfræðinga í stöður, sem eru lægri en skrifstofu- stjórastöður, er á samningsgrundvelli. Skipun í hærri stöður fer eftir reglum um ríkisstarfsmenn. Laun skrifstofu- stjóra voru 1. okt. 1974 165.000 d.kr. og fyrir ráðuneytisstjóra 240.000 d.kr. Með viðræðum um kjör þeirra, sem ráðnir eru á samningsgrundvelli, er sam- ið um launastiga, sem er hinn sami fyrir lögfræðinga og hagfræðinga, í þjón- ustu bæði ríkis og sveitarfélaga. Launastiganum er skipt í 15 starfsaldurstig. Við laun samkvæmt stiganum bætast ýmiss konar viðbótargreiðslur. Þannig bætist sýslunarviðbót við laun þeirra, sem starfa í stjórnsýslunni og við dómgæzluna, en kennsluuppbót við laun þeirra, sem að kennslu starfa. Launafjárhæðirnar eru frá 77.000 d.kr. til 140.000 d.kr. að viðbót meðtalinni. Ríkisstarfsmenn fá greidda eftirlaunatryggingu eftir reglunum í lögum um eftirlaun ríkisstarfsmanna. Vegna eftirlauna þeirra, sem ráðnir eru með samn- ingi, greiðir stjórnin 10% launanna, þó ekki af sýslunarálagi og svipuðum greiðslum. Þá heldur stjórnin einnig eftir af launum þessara manna 5%. Það sem greitt er til eftirlauna er lagt inn í Lífeyrissjóð lögfræðinga og hag- fræðinga. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.