Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Qupperneq 36
Stjórn sambandsins er í höndum aðalstjórnar, sem í eru 15 manns, og er
hún valin af fulitrúaráðinu.
Fulltrúaráðið er vaiið af sérstökum kjörfundum í þeim sjö hópum, sem taldir
eru upp hér að ofan, og eins og þar kemur fram eru í hópunum u. þ. b. 8.500
kandidatar og 3.000 stúdentar.
Starfsemi sambandsins fer að öðru leyti fram á vegum ýmissa sambands-
deilda, samtaka og félaga, sem fulltrúaráð sambandsins hefur viðurkennt.
Til aðstoðar stjórnum og nefndum er skrifstofa, þar sem um 50 manns starfa,
þar af eru 9 lögfræðingar og hagfræðingar.
Félagsgjöld til sambandsins eru alls um 4.000.000 d. kr. Gjöldin eru not-
uð til útgáfu blaðs, til að greiða gjöld til AC (heildarsamtaka háskólamanna),
til styrkja til stúdenta o. fl., svo og vegna kostnaðar við samningastarf á
vegum skrifstofunnar.
Samningsréttur
Sambandið er aðili að heildarsamtökum háskólamanna (AC — Akademi-
kernes Centralorganisation), sem ríkið hefur viðurkennt sem samtök, er hafi
samningsrétt fyrir ríkisstarfsmenn í hærri launaflokkunum. AC hefur falið
sambandinu að semja um kjör ríkisstarfsmanna, sem eru lögfræðingar eða
hagfræðingar að mennt.
Samningar við sveitarfélögin eru ekki á einni hendi. Við þau semur lögfræð-
inga- og hagfræðingasambandið fyrir menn með slíka menntun.
Lögfræðinga- og hagfræðingasambandið hefur einnig síðan 1961 gert samn-
inga við ríkið og sveitarfélögin um ráðningarkjör lögfræðinga og hagfræðinga,
sem ráðnir eru á samningsgrundvelli. Samningaviðræður hafa farið þannig
fram, að AC hefur sett á fót samninganefnd, sem lögfræðinga- og hagfræðinga-
sambandið hefur átt fulltrúa í.
Frá árinu 1972 hafa samningaviðræður, bæði fyrir þá sem ráðnir eru á samn-
ingsgrundvelli, og fyrir þá sem eru opinberir starfsmenn, verið samræmdar í
miðstjórn samningamála hjá AC.
Ráðning lögfræðinga og hagfræðinga í stöður, sem eru lægri en skrifstofu-
stjórastöður, er á samningsgrundvelli.
Skipun í hærri stöður fer eftir reglum um ríkisstarfsmenn. Laun skrifstofu-
stjóra voru 1. okt. 1974 165.000 d.kr. og fyrir ráðuneytisstjóra 240.000 d.kr.
Með viðræðum um kjör þeirra, sem ráðnir eru á samningsgrundvelli, er sam-
ið um launastiga, sem er hinn sami fyrir lögfræðinga og hagfræðinga, í þjón-
ustu bæði ríkis og sveitarfélaga.
Launastiganum er skipt í 15 starfsaldurstig. Við laun samkvæmt stiganum
bætast ýmiss konar viðbótargreiðslur. Þannig bætist sýslunarviðbót við laun
þeirra, sem starfa í stjórnsýslunni og við dómgæzluna, en kennsluuppbót við
laun þeirra, sem að kennslu starfa. Launafjárhæðirnar eru frá 77.000 d.kr. til
140.000 d.kr. að viðbót meðtalinni.
Ríkisstarfsmenn fá greidda eftirlaunatryggingu eftir reglunum í lögum um
eftirlaun ríkisstarfsmanna. Vegna eftirlauna þeirra, sem ráðnir eru með samn-
ingi, greiðir stjórnin 10% launanna, þó ekki af sýslunarálagi og svipuðum
greiðslum. Þá heldur stjórnin einnig eftir af launum þessara manna 5%.
Það sem greitt er til eftirlauna er lagt inn í Lífeyrissjóð lögfræðinga og hag-
fræðinga.
210