Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 45
Starfshópur lögfræðinga hjá sveitarfélögum 186 þar af eru 55 í Lögfræðingafélagi starfsmanna Oslóborgar Lögfræðingafélag búnaðarfélaganna 15 Landsfélag skattstofulögfræðinga 62 Landsfélag lögregluembættismanna 212 Hópur lögfræðinga í einkarekstri 258 þar af eru 66 í lögmannsfulltrúahópnum Saksóknarafélagið 13 Félag lögfræðinga við háskólana 47 Lögfræðingafélag byggðarþróunarstofnunarinnar 19 Félag skrifstofustjóra vegamála 18 Stúdentar í sambandinu um 200 Á þessum lista eru ekki dómarar og lögmenn. Norska lögmannafélagið og norska dómarafélagið eru einu lögfræðingafélögin í landinu, sem ekki eru í Lögfræðingasambandinu. Félagsmenn í þessum samtökum geta þó verið f því sem einstaklingar og greiða þá hálft félagsgjald. Á fyrstu starfsárum lögfræðingasambandsins innheimtu aðildarfélögin eigin félagsgjöld, gerðu eigin fjárhagsáætlanir og höfðu eigin reikninga. Á aðalfundi lögfræðingasambandsins 1969 var samþykkt gerð um allsherjarfélagsgjald og fjármálin sameinuð þannig, að öll aðildarfélögin hafa nú einn og sama árs- reikning og sameiginlega fjárhagsáætlun. Árgjald til lögfræðingasambandsins fyrir 1975 verður 360 n. kr., en þó greiða stúdentar, sem ganga í sambandið, eftir að þeir hafa lokið 1. hluta prófi, 20 n. kr. Næstum allir, sem starfa hjá ríkinu, eru í Starfshópi lögfræðinga í ríkisþjón- ustu (Statsansatte Juristers Ervervsgruppe), sem er „stéttarfélag“ þeirra innan sambandsins. Þessi hópur hefur sjálfstæða stöðu við gerð kjarasamninga. Segir um það í lögum sambandsins: „Ríkisstarfsmenn mynda Starfshóp lögfræðinga í ríkisþjónustu (S. J. E.). Starfsgreinarhópurinn kemur fram fyrir hönd ríkisstarfsmanna í málum varð- andi launa- og starfskjör." Tilsvarandi ákvæði er um Starfsgreinarhóp lögfræðinga hjá sveitarfélögum. Mikið starf fer fram innan vébanda lögfræðingasambandsins varðandi við- ræður við ríki og sveitarfélög um kjarasamninga. Á sviði einkarekstrar hefur sambandið ekki gert neina kjarasamninga, og vinnuveitendur ákveða laun eftir einstaklingsbundnu mati. Á þessum vettvangi er þó rekin upplýsingastarfsemi, sem er í því fólgin, að árlega eru birtar launaupplýsingar og mælt með tiltekn- um ráðningarkjörum. Lögfræðingasamband Noregs telur eftirmenntun og viðbótarmenntun lög- fræðinga eitt helsta viðfangsefni sitt. Námskeið og fræðafundir annars vegar og kjarabótaviðleitnin hins vegareru meginstoðir sambandsstarfsins. Sambandið hefur einkum lagt áherslu á námskeið, er standa 1—3 daga, og voru 14 slík námskeið haldin á síðasta ári. Meðal efna, sem fjallað var um, má nefna: Samninga um skuldaskil og gjaldþrot, kaupa- og samningsreglur, réttar- reglur um bygginga- og skipulagsmál, ákvæði um náttúruvernd, réttarreglur um opinbera starfsmenn, olíurétt, sveitarstjórnarrétt og byggingarsamninga og út- boðsreglur. Sérstök námskeið eru haldin fyrir dómarafulltrúa, fyrir lögreglu- fulltrúa og fyrir lögmannsfulltrúa. Þá hafa verið haldin nokkur námskeið um lögfræðileg efni fyrir menn, sem ekki eru lögfræðingar. 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.