Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 17
leigutaka er nauðsynlegt til atvinnurekstrar síns, lauslegt er
og fjarlægt verður án verðrýrnunar á húsnæðinu. Kostnað-
ur leigutaka við að gera húsnæðið tilbúið undir tréverk skal
ganga upp í húsaleigu fyrsta tímabil leigutímans, og skal
leigutaki leggja fram reikninga fyrir þeim kostnaði, enda
sé hann eigi hærri en eðlilegt getur talist miðað við þann
atvinnurekstur, sem reka á í húsnæðinu. Að þessu tímabili
loknu skulu hefjast leigugreiðslur samkvæmt 3. tölulið hér
að framan. Hinn 1. janúar ár hvert — í fyrsta sinn 1. janúar
1967 — greiði leigutaki helming ársleigunnar miðað við
næsta ár á undan — fyrirfram og eftirstöðvar með jöfnum
greiðslum fyrsta dag hvers mánaðar fyrirfram.“
I lokaorðum forsenda dómsins er staðfesting áfrýjaðs úr-
skurðar og ákvæði um að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli
niður. Með vísun til þess, að í forsendum dómsins er mikið
búið að gera úr skorti á upplýsingum um hin og þessi atriði,
er gefið til kynna, að lögmenn hafi ekki hirt um að upplýsa
málið og eigi sök á því, að málið var ekki upplýst til fulls, en
það tel ég rangt.
Framanritað er að mestu byggt á skriflegum gögnum málsins, sem
að verulegu leyti koma fram í dómi fógetaréttar og Hæstaréttar. Óskað
hefur verið skriflegra gagna, sem lögð voru fyrir Hæstarétt, til
að staðreyna, hvað kynni að vanta, og bókana í bækur Hæstaréttar,
með bréfi undirritaðs til Hæstaréttar, dags. 18. des. sl. Hæstiréttur
hefur synjað beiðni minni.
Einhverjum kann að finnast, að málið, sem ég hef valið sem að-
finnsluefni, sé ekki það mikilsvert eða merkilegt, að taki því að gera
veður út af því. Kann það að vera rétt að nokkru leyti, m. a. vegna
þess, að mikilvægi málsins minnkaði vegna óhæfilegs dráttar. Hins er
einnig að gæta, að flestir hafa talið, að sömu meginréttarreglur giltu,
hvort sem viðfangsefnið eða hagsmunir væru litlir eða miklir. Þá er
málsmeðferðin athyglisverðari vegna þess, að umfjöllunarefni máls-
ins eru a. m. k. að hluta um atvik, sem eiga sér fjölmargar hliðstæður
og leigusamningar eru mjög algengir. Þegar svona er fjallað um til-
tölulega ljóst og einfalt mál, hversu miklu fleiri tækifæri gefast þá
ekki til óvandaðra vinnubragða í flóknari málum ?
Ég tel vinnubrögð Hæstaréttar í málinu óvönduð og ekki í sam-
ræmi við meginreglur íslensks réttar. Raunar er málið þess eðlis, að
ástæða væri til sérstakrar könnunar á vinnubrögðum Hæstaréttar og
191