Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 27
A. Viðfangsefni, sem rædd verSa eSa um verSur fjallaS meS venjubundnum hætti. Fyrsta daginn, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 10,00 f. h. verður þingið sett í Há- skólabíó með athöfn, sem verður einföld í sniðum. Býður undirritaður formað- ur Islandsdeildarinnar gesti velkomna, fjallað verður um félagsmál, eins og venja er, og einn af formönnum norrænu deildanna ávarpar þingið. Músík- þættir verða milli dagskráratriða. Að lokinni setningarathöfn verður stutt hlé, en að því búnu hefst fyrsti fundur þingsins, sem verður allsherjarfundur. Verður þar rætt um þörfina á því, að lögfræðingar geti átt kost á sem fjölþættastri starfsþjálfun og starfsreynslu, bæði innan einstakra sviða lögfræðisýslu, svo sem dómstarfa, og ekki síður svo, að þeir geti komist í snertingu við fleiri en eitt meginsvið lögfræðistarfa. Aðalframsögumaður er Magnús Thoroddsen, borgardómari, en annar framsögumaður Henry Montgomery, dómari frá Stokk- hólmi. Fundarstjórn verður í höndum undirritaðs. Fyrsta fundinn (í deild A) verður fram haldið kl. 2:00, en þá hefjast og sam- tímis þrjú önnur framsöguerindi. I deild B verður fjallað um refsivernd gegn fjármálabrotum. Er aðalframsögumaður í því efni Hans Thornstedt prófessor frá Stokkhólmi, en annar framsögumaður Michael Lunn, fulltrúi í Dómsmála- ráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Fundarstjóri verður Sten Rudholm, dómstjóri í Svea Hovrátt. i deild C verður rætt um réttarvernd við skipulagningu land- svæða. Prófessor Jorma Pietilá, Helsingfors skyldi verða aðalframsögumaður í því efni. Hann andaðist í desember s. I.. Hafði hann ritað greinargerð sína, sem prentuð verður, en framsögumaður í þessu efni á þinginu verður settur pró- fessor Martti Enajarvi, Helsingfors. Annar framsögumaður er Bendt Andersen, skrifstofustjóri í Umhverfismálaráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Fundarstjóri verður Eero J. Manner, hæstarétttardómari frá Helsingfors. I deild D verður boðið upp á fyrirlestra um sjálfvalin lögfræðiefni, sbr. III hér síðar. Gert er ráð fyrir, að íslenskur fundarstjóri verði í þeirri deild. Kl. 18:00—19:30 hefir borgarstjóri Birgir Isl. Gunnarsson móttöku fyrir þing- gesti og maka þeirra á Kjarvalsstöðum. Annan fundardag, fimmtudag 21. ágúst, hefjast fundir kl. 10:00, og starfa þá samtímis þrjár deildir, og í hinni fjórðu fara fram hópumræður um meng- un og vandamál, er af henni stafa, sbr. III hér síðar. I deild A verður fjallað um ákvæði um verðfestingu í samningum. Er aðalframsögumaður þar Finn Moe, hæstaréttarlögmaður í Osló, en annar framsögumaður Lars Taxell, prófessor frá Ábo. Fundarstjóri verður forseti Hæstarétfar Noregs, Rolv Ryssdal. I deild B verður fjallað um norræna löggjöf og evrópsk bandalög. Aðalframsögumaður í því efni er O. Due, skrifstofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu, Kaupmannahöfn, en annar framsögumaður Ulf Bernitz, prófessor í Stokkhólmi. Fundi stýrir Allan Philip, prófessor, Kaupmannahöfn. I deild C er viðfangsefnið almennir dómstólar og sérdómstólar. Aðalframsögumaður er Lennart Persson, dómari í Stokkhólmi, en annar framsögumaður Jónatan Þórmundsson prófessor. Þeim fundi stýrir prófessor Per Olof Ekelöf, Stokkhólmi. I deild D fara fram hópum- ræður um mengunarmál undir forystu W. E. von Eyben, prófessors, Kaup- mannahöfn, sbr. III hér á eftir. Kl. 14:00 þennan sama dag verða enn þrír deildarfundir og auk þess verður haldið áfram hópumræðum um mengunarmál (í deild D). I deild A verður til umræðu viðfangsefnið: ,,Þörf almennings á upplýsingum um lagaleg málefni". 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.