Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 27
A. Viðfangsefni, sem rædd verSa eSa um verSur fjallaS
meS venjubundnum hætti.
Fyrsta daginn, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 10,00 f. h. verður þingið sett í Há-
skólabíó með athöfn, sem verður einföld í sniðum. Býður undirritaður formað-
ur Islandsdeildarinnar gesti velkomna, fjallað verður um félagsmál, eins og
venja er, og einn af formönnum norrænu deildanna ávarpar þingið. Músík-
þættir verða milli dagskráratriða. Að lokinni setningarathöfn verður stutt hlé,
en að því búnu hefst fyrsti fundur þingsins, sem verður allsherjarfundur. Verður
þar rætt um þörfina á því, að lögfræðingar geti átt kost á sem fjölþættastri
starfsþjálfun og starfsreynslu, bæði innan einstakra sviða lögfræðisýslu, svo
sem dómstarfa, og ekki síður svo, að þeir geti komist í snertingu við fleiri en
eitt meginsvið lögfræðistarfa. Aðalframsögumaður er Magnús Thoroddsen,
borgardómari, en annar framsögumaður Henry Montgomery, dómari frá Stokk-
hólmi. Fundarstjórn verður í höndum undirritaðs.
Fyrsta fundinn (í deild A) verður fram haldið kl. 2:00, en þá hefjast og sam-
tímis þrjú önnur framsöguerindi. I deild B verður fjallað um refsivernd gegn
fjármálabrotum. Er aðalframsögumaður í því efni Hans Thornstedt prófessor
frá Stokkhólmi, en annar framsögumaður Michael Lunn, fulltrúi í Dómsmála-
ráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Fundarstjóri verður Sten Rudholm, dómstjóri
í Svea Hovrátt. i deild C verður rætt um réttarvernd við skipulagningu land-
svæða. Prófessor Jorma Pietilá, Helsingfors skyldi verða aðalframsögumaður
í því efni. Hann andaðist í desember s. I.. Hafði hann ritað greinargerð sína, sem
prentuð verður, en framsögumaður í þessu efni á þinginu verður settur pró-
fessor Martti Enajarvi, Helsingfors. Annar framsögumaður er Bendt Andersen,
skrifstofustjóri í Umhverfismálaráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Fundarstjóri
verður Eero J. Manner, hæstarétttardómari frá Helsingfors. I deild D verður
boðið upp á fyrirlestra um sjálfvalin lögfræðiefni, sbr. III hér síðar. Gert er
ráð fyrir, að íslenskur fundarstjóri verði í þeirri deild.
Kl. 18:00—19:30 hefir borgarstjóri Birgir Isl. Gunnarsson móttöku fyrir þing-
gesti og maka þeirra á Kjarvalsstöðum.
Annan fundardag, fimmtudag 21. ágúst, hefjast fundir kl. 10:00, og starfa
þá samtímis þrjár deildir, og í hinni fjórðu fara fram hópumræður um meng-
un og vandamál, er af henni stafa, sbr. III hér síðar. I deild A verður fjallað um
ákvæði um verðfestingu í samningum. Er aðalframsögumaður þar Finn Moe,
hæstaréttarlögmaður í Osló, en annar framsögumaður Lars Taxell, prófessor
frá Ábo. Fundarstjóri verður forseti Hæstarétfar Noregs, Rolv Ryssdal. I deild B
verður fjallað um norræna löggjöf og evrópsk bandalög. Aðalframsögumaður
í því efni er O. Due, skrifstofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu, Kaupmannahöfn,
en annar framsögumaður Ulf Bernitz, prófessor í Stokkhólmi. Fundi stýrir
Allan Philip, prófessor, Kaupmannahöfn. I deild C er viðfangsefnið almennir
dómstólar og sérdómstólar. Aðalframsögumaður er Lennart Persson, dómari
í Stokkhólmi, en annar framsögumaður Jónatan Þórmundsson prófessor. Þeim
fundi stýrir prófessor Per Olof Ekelöf, Stokkhólmi. I deild D fara fram hópum-
ræður um mengunarmál undir forystu W. E. von Eyben, prófessors, Kaup-
mannahöfn, sbr. III hér á eftir.
Kl. 14:00 þennan sama dag verða enn þrír deildarfundir og auk þess verður
haldið áfram hópumræðum um mengunarmál (í deild D). I deild A verður til
umræðu viðfangsefnið: ,,Þörf almennings á upplýsingum um lagaleg málefni".
201