Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 32
Á árinu 1974 náðist sá merkilegi áfangi [ sögu sambandsins, að þrjú sveit-
arfélög, sem staðið höfðu utan þess, gengu í sambandið, og þar með eru
öll sveitarfélög landsins aðilar að Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Árið 1974 var viðburðaríkt ár á vettvangi sveitarstjórnarmála. Ber þar
fyrst að nefna sveitarstjórnarkosningarnar, sem fóru fram 26. maí og 30. júní,
en eins og kunnugt er, fara sveitarstjórnarkosningar fram á fjögurra ára fresti
og eru tvískiptar, þannig að síðasta sunnudag í maí er kosið í þéttbýlissveitar-
félögum en síðasta sunnudag í júní í dreifbýlishreppum. Aðalreglan er sú, að
kosningar í sveitarstjónir í þéttbýli eru hlutfallskosningar, en ( dreifbýli
óhlutbundnar kosningar. í framhaldi af sveitarstjórnarkosningunum ber að
nefna landsþing sambandsins, hið 10. í röðinni, en landsþing fer með æðsta
vald í málefnum sambandsins og er haldið fjórða hvert ár í framhaldi af sveitar-
stjórnarkosningum. Landsþingið var háð í Reykjavík dagana 3.—5. september.
Öll sveitarfélög landsins eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþing, enda eiga
þau öll beina aðild að sambandinu. Á þinginu var lögum sambandsins breytt,
þannig að nú er stjórn þess skipuð 7 mönnum í stað 5 áður. Síðari hluta
marsmánaðar kom fulltrúaráð sambandsins saman til fundar, en það kemur
saman einu sinni á ári, og er sá fundur einskonar aðalfundur sambandsins.
I fulltrúaráðinu eiga sæti 25 fulltrúar víðsvegar af landinu auk stjórnarmanna
sambandsins.
Síðastliðið vor gerðist sá merkisatburður á sviði sveitarstjórnarmála, að 5
sveitarfélög fengu með lögum frá Alþingi kaupstaðarréttindi, þannig að kaup-
stöðum landsins fjölgaði úr 14 í 19. Voru þá liðin 19 ár síðan sveitarfélag hafði
fengið slík réttindi. Áður fyrr var það föst regla, að sveitarfélag var með
lögum gert að sérstöku lögsagnarumdæmi um leið og það öðlaðist kaupstað-
arréttindi, og embætti bæjarfógeta var þá stofnað um leið. i lögunum um rétt-
indi nýju kaupstaðanna á síðastliðnu ári var vikið frá þessari reglu, þannig að
ekki voru stofnuð ný bæjarfógetaembætti í hinum nýju kaupstöðum, heldur
varð viðkomandi sýslumaður bæjarfógeti þar, án tillits til þess, hvort hann var
búsettur í sveitarfélaginu eða annars staðar. Hinir nýju kaupstaðir eru: Grinda-
víkurkaupstaður, Seltjarnarneskaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkur-
kaupstaður og Eskifjarðarkaupstaður. Tveir fólkflestu hrepparnir, Garðahrepp-
ur og Selfosshreppur, hafa ekki óskað eftir því að öðlast kaupstaðarréttindi.
Á árinu 1974 tók við völdum ný ríkisstjórn. Sveitarstjórnarmál heyra undir
félagsmálaráðuneytið, og fer því félagsmálaráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen,
með yfirstjórn sveitarstjórnarmálefna, en dr. Gunnar er frá fyrri tið þaulkunn-
ugur sveitarstjórnarmálum sem borgafulltrúi og borgarstjóri í Reykjavík um
margra ára skeið og fyrrverandi ráðherra fjármála sveitarfélaga.
Hagsmunagæsla sambandsins felst ekki hvað síst í því að eiga aðild að
samningu frumvarpa um málefni, sem varða sveitarfélögin og láta í té umsagnir
um slík frumvörp. Sambandið á nú aðild að nefnd, sem er að endurskoða sveif-
arstjórnarlögin og nefnd, sem er að endurskoða lagaákvæði um byggingarmál,
svo eitthvað sé nefnt. Meðal laga á vettvangi sveitarstjórnarmála, sem sam-
þykkt voru á nýliðnu ári, voru grunnskólaiögin og lög um breyting á iögum
Lánasjóðs sveitarfélaga, svo og lög um gatnagerðargjöld. Á árinu lét stjórn
sambandsins Alþingi í té umsagnir um fjölda mörg þingmál þæði þingsályktun-
artillögurog lagafrumvörp.
Þess má geta, að sambandið á aðild að ýmsum opinberum stjórnum, ráðum
200