Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 34
svo og verkefni, sem fela í sér jöfnun á aðstöðu einstakra byggðarlaga. Ríkis- valdinu verði dreift út um landshlutana, eftir því sem unnt verður og hentugt mun þykja, ýmist þannig að einstakar ríkisstofnanir verði í heild fluttar frá höfuðborginni eða komið verði upp deildum eða útibúum frá ríksstofnunum í landshlutunum. Sveitarfélögin annist staðbundin verkefni, sem fyrst og fremst snerta íbúa sveitarfélaga og daglegt lif þeirra. Lagt er til, að lögum verði breytt, þannig að réttarstaða allra sveitarfélaga, bæði hreppa og kaupstaða, verði sú sama. Þá er gerð tillaga um, að komið verði á fót sérstökum, óháðum dómstól til að skera úr ágreiningi um stjórnsýslumálefni milli einstaklinga, sveitarstjórna og ríkisins. Lagt er til, að sett verði lög um landshlutasamtök sveitarfélaga, sem verði ráðgjafar- og þjónustuaðilar sveitarfélaganna, en jafnframt verði stefnt að því, að landshlutasamtökunum verði smám saman falin bein stjórnsýsluverkefni, eftir því sem þau þróast. .. . _ _ , Magnus E. Guðjonsson FÉLAG SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á ÍSLANDI Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna var haldinn í Reykjavík 14. desemb- er 1974. Jóhannes Elíasson bankastjóri var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri, Guðrún Erlendsdóttir hrl., Helgi Elíasson fyrrv. fræðslumálastjóri og Knútur Hallsson skrifstofustjóri. Frú Sigríður Magnússon baðst undan endurkjöri, og var Guðrún kosin í hennar stað. Framkvæmdastjóri félagsins er Guðmundur S. Alfreðsson laganemi. Formaður flutti á fundinum skýrslu stjórnar um starfsárið 1974. Verða hér taldir helstu þættir hennar. 12. febrúar var haldinn almennur fundur um við- fangsefni og niðurstöður 28. allsherjarþings Sþ. Þar tóku fulltrúar allra stjórn- málaflokka, sem hlut áttu að sendinefnd islands á því þingi, þátt í hringborðs- umræðum, sem Eiður Guðnason stýrði. Talsmenn flokkanna voru Baldvin Jóns- son hrl., Hannes Pálsson útibússtjóri, Oddur Ólafsson alþm., Sigurjón Ingi Hilaríusson kennari og Svava Jakobsdóttir alþm. Funtiurinn þótti takast vel, umræður voru líflegar og margar fyrirspurnir bárust frá fundargestum, sem voru um 30 talsins. Stefnt er að því, að fundir sem þessi verði árvissir við- burðir í starfi félagsins. Snemma árs auglýsti félagið að vanda sumarnámskeið í aðalstöðvum Sþ í New York og Genf. Dan Wiium laganemi sótti fyrrnefnda námskeiðið. Sigurður Gústavsson hagfræðingur sat fyrir félagið tvo mannfjölda- fundi erlendis í maí og júní og í ágúst var hann fulltrúi Islands á mannfjölda- ráðstefnu SÞ í Búkarest. Sigurður gerði heimkominn grein fyrir þessu viðfangs- efni í ýtarlegu sjónvarpsviðtali. Félagið annast útsendingu fréttabréfs Upplýs- ingaskrifstofu Sþ í Kaupmannahöfn. Það kemur út á íslensku 11 sinnum á ári, hvert tölublað í 120 eintökum. Nú er í prentun upplýsingabæklingur um Alþjóða- bankann og IDA, sér félagið um útgáfuna, en bankinn borgar brúsann. I nóv- ember sóttu Baldvin Tryggvason og Eiður Guðnason sjónvarpsfréttamaður upp- lýsingafund um Alþjóðabankann í Kaupmannahöfn. 24. október beitti félagið 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.