Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 23
Frá Bandalagi luískólainaiiiia SÍÐASTA STARFSÁR Sextánda starfsári BHM lauk hinn 30. nóvember 1974. Félagsmenn voru þá 2489 í 15 félögum. Tannlæknafélag Islands sagði sig úr BHM hinn 26. október 1974, en Félag bókasafnsfræðinga fékk aðild að bandalaginu 17. desember 1973. Meginviðfangsefni BHM á starfsárinu voru kjaramál ríkisstarfsmanna, en bandalagið fór nú í fyrsta sinn með samningsrétt fyrir félagsmenn sína gagn- vart ríkisvaldinu. Kjaradeilunni var vísað til Kjaradóms, sem kvað á um skilmála aðalkjarasamnings með dómi 15. febrúar 1974 á grundvelli kjara- samningalaganna nr. 46/1973. Síðar var að undangenginni kröfu um endur- skoðun skv. 2. mgr. 7. gr. I. 46/1973 gerð dómsátt um fjölgun launaflokka og fleira. Einstök félög í BHM unnu síðan að gerð sérkjarasamninga. Aðild að BHM var ofarlega á baugi á starfsárinu. Auk Félags bókasafns- fræðinga sóttu þessi félög um aðild: Félag tæknifræðinga, Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Kennarafélag Kennaraháskólans, Félag tækniskólakennara og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Á þingi BHM 29.—30. nóvember s. I. var gerð sú breyting á lögum fyrir BHM, að skilgreining á hug- takinu „háskólamenntaður maður" í þeim lögum var rýmkuð og aðildarum- sóknir tveggja fyrstnefndu félaganna samþykktar. Enn var frestað að taka af- stöðu til aðildarumsókna kennarafélaganna. Stjórn BHM og fleiri aðilar hafa leitast við að leysa vandamál þessara tveggja hópa kennara rríeð því að taka upp samningaviðræður við þau kennarafélög, sem þegar eiga aðild að banda- laginu, um aðild kennara við Kennaraháskólann og Tækniskóla Islands að þess- um félögum. Viðleitni þessi hefur strandað á einstrengingslegri og þröngsýnni afstöðu meirihlutans í Félagi háskólakennara. Umsókn stjórnarráðsmanna var hafnað. Þriðja meginviðfangsefni BHM á starfsárinu var ráðstefna um skipulag mennt- unar á hóskólastigi hinn 22. og 23. mars 1974. Efni ráðstefnunnar verður gefið út á næstunni. Ráð sjálfstætt starfandi háskólamanna starfaði lítt á árinu, en ráðið hefur nú verið skipað nýjum mönnum, og er formaður þess Brynjólfur Kjartansson hdl. Áfram var starfað að hefðbundnum verkefnum. Starf að orlofsmálum félaga var verulega aukið á árinu og stofnaður hefur verið orlofsheimilasjóður með framlagi frá rikinu vegna starfsmanna þess, en stefnt er að því, að allir félags- menn gerist aðilar að þeim sjóði. Starfsárinu lauk með þinghaldi 29.—30. nóvember s. I., en skv. breytingum þeim, sem gerðar voru á lögum BHM 1973 fer þing, sem halda skal annað 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.