Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Side 35
sér að venju fyrir fræðslustarfi um Sþ í skólum. Alls fóru 8 fyrirlesarar í 18 fram- haldsskóla í Reykjavík og nágrenni. Einnig var ýmiss konar upplýsingaefni, bæði veggspjöldum og bæklingum, dreift til nokkurra skóla. Skjalavörður Upp- lýsingaskrifstofu Sþ í Kaupmannahöfn, Borge Harming, kom til landsins í nóv- ember, og skipulagði félagið dvöl hans hérlendis. Hann heimsótti Landsbóka- safnið, Háskólabókasafnið og Fræðslumyndasafn ríkisins og hélt fyrirlestur um flokkun Sþ-efnis yfir stúdentum í bókasafnsfræðum. Sþ helguðu árið 1974 fólks- fjölgunarvandamálinu, og 1975 er kvennaár Sþ. Sigríður J. Magnússon hefur verið tilnefndur fulltrúi félagsins í undirbúningsnefnd fyrir kvennaárið, en í nefndinni eiga að auki sæti fulltrúar Kvenfélagasambands Islands, Kvenrétt- indafélags Islands, Félags háskólakvenna, Kvenstúdentafélags islands og Rauð- sokka. Þrír félagsmenn voru heiðraðir með bókagjöfum á aðalfundinum fyrir vel unnin störf. Þeir voru Helgi Elíasson og Sigríður J. Magnússon, sem hafa setið í stjórn félagsins frá stofnun 1948, og Jóhannes G. Helgason rekstrarhagfræð- ingur, sem var helsti frumkvöðull að stofnun þess. Guðmundur S. Alfreðsson. SAMBAND LÖGFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA í DANMÖRKU Skipulag. Samband lögfræðinga og hagfræðinga í Danmörku (Danmarks Jurist- og Ökonomforbund) var stofnað 1. janúar 1972 með sameiningu Lögfræðingasam- bands Danmerkur og Hagfræðingafélags Danmerkur. Lögfræðingasambandið hafði verið stofnað 1919 og endurskipulagt 1953. Hagfræðingafélagið hafði verið stofnað 1953. Lögfræðinga- og hagfræðingasamband Danmerkur starfar í þeim tilgangi: — að sameina lögfræðinga og hagfræðinga í Danmörku til verndar hagsmunum stéttarinnar í fræðilegum, hagsmunalegum og félagslegum efnum. — að sýna fram á þýðingu menntunar og rannsókna í lögfræði og hagfræði fyrir þjóðfélagið. —• að stuðla að því að félagsmenn haldi við og auki fræðilega menntun sína. — að semja um launa- og ráðningarkjör fyrir lögfræðinga og hagfræðinga í opinberri þjónustu og þjónustu hjá einkaaðilum. — að eiga samvinnu við önnur samtök um málefni, sem þau hafa sameigin- legan áhuga á. I sambandinu voru í janúar 1974 11.357 félagar sem skiptust á þennan hátt: ráðnir í þjónustu hins opinbera 2.757 skipaðir í þjónustu hins opinbera 2.055 lögmenn 1.368 lögmannsfulltrúar 478 aðrir í þjónustu einkaaðila og sjálfstæðum rekstri 530 aðrir kandidatar og eftirlaunamenn 980 stúdentar 3.189 209

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.