Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Page 5
BRYNJÚLFUR ÁRNASON Hinn 31. desember 1974 andaðist Brynjúlfur Árnason fyrrverandi deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Síðustu tvö árin átti hann við ill- kynjaðan sjúkdóm að stríða, sem leiddi hann til bana. Brynjúlfur fæddist á Isafirði 30. júlí 1895 og var því á áttugasta aldursári, þegar hann dó. Foreldrar hans voru hjónin Árni Sveinsson kaupmaður og útgerðarmaður á Isafirði og Guð- rún Brynjúlfsdóttir frá Mýrum I Dýrafirði. Brynjúlfur gekk í Menntaskólann í Fteykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1918. Að loknu stúdentsprófi fór hann [ lagadeild Háskóla Is- lands og lauk þar kandidatsprófi vorið 1923. Síðan fór hann aftur heim til Isafjarðar og stundaði þar málfærslustörf til ársins 1926. Á þeim árum var hann öðru hverju skipaður setudómari. Brynjúlfur fór svo til Reykjavíkur og stundaði þar lög- fræðistörf til ársins 1942. Á þeim árum var hann m. a. fulltrúi Lárusar Jóhann- essonar hrl. á málfærsluskrifstofu hans um árabil. Hann var forstjóri upplýs- ingaskrifstofu atvinnurekenda í Reykjavík 1931-1933 og útgefandi Kaupsýslu- tíðinda 1931-1938. Hann var ráðinn ritari í heilbrigðisráðuneytinu 1. febrúar 1942 og skipaður fulltrúi þar frá 1. nóvember sama ár. Þar starfaði hann í sjúkramáladeild og örkumla, sem sett var á fót með lögum nr. 78/1936 um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. I nóvember 1949 var deild þessi sam- einuð félagsmálaráðuneytinu. Brynjúlfur veitti deildinni forstöðu frá 1950 og var skipaður deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 1. apríl 1955. Hann gegndi deildarstjórastarfi í ráðuneytinu þar til deildin var lögð niður og sam- einuð Sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Það var á árinu 1967, en þá lét Brynjúlfur af störfum í ráðuneytinu vegna aldurs. Kynni okkar Brynjúlfs hófust fyrst í janúar 1953, þegar ég gerðist samstarfs- maður hans í félagsmálaráðuneytinu. Ég hafði að vísu séð Brynjúlf áður á skóla- árum mínum í Reykjavík og mundi vel eftir honum, þegar við hittumst fyrst í ráðuneytinu. Brynjúlfur var í hærra lagi, vel vaxinn, Ijós yfirliturn, virðulegur í framkomu, hógvær maður og kurteis, skapfastur og áreiðanlegur. Hann var ágætur lög- fræðingur, rökvís, nákvæmur og greinargóður. Störf sín rækti hann með ein- stakri reglusemi og vandvirkni. Það kemur stundum fyrir, að ströng bókstafs- túlkun laga leiðir til niðurstöðu, sem ekki er réttlát. Þá reynir á vit þeirra, sem framkvæmd annast. Brynjúlfur hafði næma réttlætistilfinningu og sá jafnan gild rök, sem komu í veg fyrir óhæfu þá, sem leitt getur af blindri bókstafs- dýrkun. Starf Brynjúlfs var þess eðlis, að framkvæmd þess gat oft verið við- 179

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.