Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 4
líka óneitanlega erfitt að benda á, hvernig nýjar reglur um þessi efni ættu að vera eða gætu verið. Til þess skortir bæði pólitíska og fræðilega umræðu og tillögur. En þess er ekki að vænta, að mikilvægur árangur náist nema rösklega sé tekið til höndum. Þess vegna verður að ræða þessi mál nú og gera um þau tillögur. Vonandi koma fram góðar hugmyndir og nýtilegar ábendingar. Vafalítið verður um þær deilt, en hér sem endranær verður að fást endir þrætunnar, og ákvörðun ber að taka eins og lög standa til. Það er að vísu sagt, að stjórnmálin séu list hins mögulega, en það þýðir að sjálf- sögðu ekki, að stjórnmálin séu sú list að láta viðkvæm og vandleyst mál reka á reiðanum. Það má ekki láta endurskoðun stjórnarskrárinnar bíða með þeim rökum, að tillögur skorti og vilji sé enginn til að leita þeirra og koma þeim í framkvæmd. Ef slíkar hugmyndir verða látnar ráða ferðinni, getur okkur rekið fyrr en varir á sker slíkrar óstjórnar og glundroða, að jafnvel hér norður í höf- um verði óviðráðanleg upplausn i þjóðfélaginu. Stjórnarskráin verður ekki það, sem hún ætti að vera: grundvallarlög í réttarríki, ef hún fjallar ekki um alla þætti þess, sem raunverulega skiptir máli og ríkisstarfsemina varðar. Á þetta leggur Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri áherslu í grein þeirri, sem birtist í þessu tímaritshefti, og ættu lesendur að hugleiða orð hans. Þeir sem nú vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar í umboði Alþingis og stjórnmála- flokkanna bera því rika áþyrgð. Þ. V. 174

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.