Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 5
Arnljótur Björnsson prófessor: TENGSL VINNUVEITANDA OG STARFSMANNS SEM SKILYRÐI VINNUVEITANDAÁBYRGÐAR EFNISYFIRLIT 1. Inngangur .................................................. 51 2. Starfsmenn, sem bakað geta vinnuveitanda bótaskyldu ........ 53 2.1. Fræðikenningar.......................................... 53 2.2. Nánar um sjálfstæða verktaka ........................... 57 2.3. Framkvæmd dómstóla ..................................... 61 3. Á hverjum hvílir vinnuveitandaábyrgðin? .................... 71 4. Efnisútdráttur ............................................. 73 1. INNGANGUR Það er meginregla í íslenskum rétti, að vinnuveitandi ber skaða- bótaábyrgð á því tjóni, sem starfsmaður hans veldur með saknæmum og ólögmætum hætti við framkvæmd starfs sins. Regla þessi gengur oft undir nafninu reglan um húsbóndaábyrgð, en hér á eftir verður hún nefnd reglan um vinnuveitandaábyrgð. Almenna reglu um vinnuveitandaábyrgð er eigi að finna í settum lögum hér á landi, en í einstökum lagaákvæðum er þó gert ráð fyrir, að hún sé til, sbr. einkum 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Hin almenna regla um vinnuveitandaábyrgð utan samninga er, svo sem kunnugt er, mynduð af dómstólum og stendur hún nú traustum fótum í íslenskum rétti.1 1 Um sögu hinnar ólögfestu vinnuveitandaábyrgðarreglu: Ólafur Lárusson, Ábyrgð vinnuveitenda á saknæmu atferli starfsmanna þeirra, Lög og saga, Rvík 1958, bls. 41—6 og Þórður Eyjólfsson, Udviklingen indenfor islandsk erstatningsret i de sidste ártier, SvJT 1969, bls. 144—6. 51

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.