Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Qupperneq 14
Sem dæmi um beitingu ofangreindra sjónarmiða á vettvangi vinnu-
réttar má nefna tvo dóma.
Féld. 1975, 248. Réttarstaða póstdreifingarmanna.
Sjö póstdreifingarmenn á Suðurlandi höfðuðu mál fyrir Félags-
dómi gegn ríkissjóði og kröfðust þess að dæmt yrði, að lög nr.
46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna taki til þeirra.
Krafa þeirra var ekki tekin til greina. 1 dómsforsendum ségir
m.a.: „Um það er ekki ágreiningur, að sóknaraðiljar leggi sjálfir
til farartæki til póstflutninganna. Er ljóst af samningunum við
sóknaraðilja, að gjald fyrir flutningana er ákveðið sem einingar-
verð fyrir hvern kílómetra póstleiðar, þótt á grundvelli vega-
lengda póstleiða og umsömdum ferðafjölda á viku sé unnt að
reikna greiðslur á hverri viku. Samkvæmt samningunum við
sóknaraðilja eru þeir ekki skuldbundnir til að annast póstflutning-
ana sjálfir, enda gert ráð fyrir því í samningunum, að þeir hafi
aðstoðarmenn. . .. þá má ráða það af gögnum málsins . .., að
sóknaraðiljar eru að miklu leyti sjálfráðir urn, hvernig þeir haga
störfum sínum við póstdreifinguna. Þegar á það er litið, sem hér
hefur verið rakið, verður að líta svo á, að samningar sóknaraðilja
og póststjórnarinnar séu í eðli sínu verksamningar. Þykir það
ekki hafa áhrif á þessa niðurstöðu, þótt samið hafi verið um
greiðslu orlofs af helmingi greiðslna þeirra, sem reiknaðar eru
sem vikulegar greiðslur samkvæmt samningunum.“
Hrd. 1978, 772. Réttur sjónvarpsþýðanda tií orlofsfjdr.
I máli þessu krafði kona nokkur Ríkisútvarpið um orlofsfé af
greiðslum, sem hún fékk vegna þýðingarstarfa fyrir sjónvarp.
Samkvæmt orlofslögum þótti konan ekki eiga tilkall til orlofs-
fjár. Til stuðnings niðurstöðunni var í dómi vísað til eftirfar-
andi atriða varðandi störf þýðanda: „Greiðslur fyrir þýðingar-
störf stefndu fyrir áfrýjanda eru ákveðnar í sérstakri gjaldskrá.
Eru starfsþættir sundurgreindir og mismunandi greiðslur ákveðn-
ar fyrir einstaka þætti. Eru greiðslur einum þræði miðaðar við
tíma, sem til verks er varið, en öðrum þræði er annar mælikvarði
notaður við ákvörðun þeirra. Sérstakt ákvæði er um endursýn-
ingu sjónvarpsmyndar. Fær stefnda þá einnig greiðslu fyrir þýð-
ingu sína, en þó lægri en upphaflegum þýðingarlaunum nemur.
Samkvæmt gögnum máls er sambandi málsaðilja þannig háttað,
að stefnda er ein úr allfjölmennum hópi manna, sem áfrýjandi
60