Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Page 17
um hafi borið að sjá tii þess að bætt væri úr öryggisskortinum.
Af þessum sökum þótti KR bera bótaábyrgð vegna slyssins.
Úrslit málsins ultu ekki á því, hvort trésmíðameistarinn teldist sjálf-
stæður verktaki (honum var ekki stefnt í málinu). Hér nægði að sýna
fram á sök nefndarformannsins, en samband hans og KR var með þeim
hætti, að eðlilegt var að líta á KR sem vinnuveitanda hans. Að vísu
kemur sára lítið fram í dóminum um starfssvið formannsins, og vera
má, að réttara sé að telja, að bótaskylda KR byggist hér á sök hans
sem eins af (æðstu) stjórnendum félagsins. Nefna má enn einn dóm
um ábyrgð húseiganda:
Hrd. 1969, 117. Bill skemmdist, er pak fauk af prentsmiðju á
Akureyri.
Þessi dómur varðar bótakröfu eiganda bifreiðar, sem laskaðist,
er þak fauk af húsi Prentverks Odds Björnssonar h.f. (POB) á
Akureyri í miklu hvassviðri. Atburðurinn átti rót sína að rekja
til vanbúnaðar þaksins, en gerð þess var andstæð ákvæðum bygg-
ingarsamþykktar. Með vísun til þessa þótti rétt, að POB bætti
bifreiðareigandanum tjón hans.24
Þakið var smíðað af sjálfstæðum verktaka rúmlega 20 árum fyrir
tjónsatburðinn. Var ekki leitt í Ijós, að fyrirsvarsmenn eða starfs-
menn POB hafi haft afskipti af sjálfri smíði hússins. 1 héraðsdómi
kemur fram, að þakinu hafi ekki verið haldið við eða það endurbætt
á þessum tveimur áratugum. Mætti þess vegna halda því fram, að at-
hafnaleysi POB í þessu efni hafi átt þátt í því, að þakið þoldi ekki
óveðrið. Ef fallist væri á það, bæri POB bótaábyrgð eftir almennum
reglum um ábyrgð á yfirsjónum starfsmanna eða stjórnenda. Á hinn
bóginn, víkur Hæstiréttur ekki beint að hugsanlegri ábyrgð vegna
vanrækslu á viðhaldi og endurbótum. Má því skilja dóminn þannig, að
húseigandinn sé í þessu tilviki bótaskyldur vegna saknæms atferlis
sjálfstæðs verktaka eða jafnvel, að hann beri algerlega hlutlæga á-
byrgð á vansmíði þaksins.
24 Einn dómara Hæstaréttar vildi ganga enn lengra en meiri hluti dómenda. Taldi
hann eðlilegt og rétt, að POB bæri sem húseigandi fébótaábyrgð á tjóninu, án tillits
til þess, hvort um var að ræða „sök húseiganda eða annarra, sem hann bar ábyrgð á
um vanbúnað þaksins.“ Vísaði dómarinn til þess, að veðrahamurinn hafi ekki verið
meiri en jafnan megi búast við hér á landi.
63