Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 18
Hrd. 1934, 838. Skemmdir á varningi, sem fluttur var með vöru-
bifreið.
Kona nokkur bað um vörubifreið hjá Vörubílastöð Reykja-
víkur til flutnings á innanstokksmunum. Munirnir féllu af vöru-
bifreiðinni í akstri og skemmdust. Sótti konan bílastöðina til
greiðslu bóta. Vörubílastöðin var félágsskapur eigenda vörubif-
reiða. Hver bifreiðarstjóri átti sína bifreið og greiddi af henni
stöðvargjald. Fyrir gjaldið annaðist stöðin afgreiðslu, reiknings-
hald og innheimtu flutningsgjalda. Stöðin gaf út akstursreikn-
inga í sínu nafni og hverjum félagsmanni hennar var samkvæmt
félagssamþykktum skylt að fara í þá vinnu, er stöðvarstjóri skip-
aði honum. Einnig voru í samþykktunum ákvæði um, að stjórn
stöðvarinnar eða stöðvarstjóri gerði samninga um akstur, er séu
bindandi fyrir stöðvarmenn og að enginn einstakur félagsmaður
megi gera samninga um akstur, nema í samráði við stjórn eða
stöðvarstjóra. Vörubílastöðin var sýknuð, þar sem eigi var litið
svo á, að hún hefði komið fram „við samningana um aksturinn
sem verksali eða reki aðra sjálfstæða starfsemi en þá að annast
afgreiðsluna og vera miðlari milli eigenda og notenda." Var því
ekki talið, að stöðin bæri ábyrgð á tjóni af akstri.25
Vörubifreiðastöðin hafði rétt til að gefa einstökum félagsmönnum
fyrirskipanir innan vissra marka. Hins vegar munu stjórnendur stöðv-
arinnar ekki hafa haft neitt eftirlit með vinnu einstakra félagsmanna
og enn síður gefið þeim fyrirmæli eða leiðbeiningar um, hvernig Iiaga
ætti verkum í einstökum atriðum. Sýnist því hið almenna skilyrði um
stjórn og skipunarvald ekki hafa verið fyrir hendi. Þótt Hæstiréttur
virðist leggja höfuðáherslu á réttarstöðu aðila samkvæmt samningi
þeirra, hefur dómur þessi almennt gildi í skaðabótarétti utan samninga.
25 Hér á landi er réttarsamband mjög margra bifreiðastöðva og félagsmanna beirra í
flestum atriðum hliðstætt því, sem hér greinir. Á betta jafnt við um bifreiðir til fólks-
flutninga (,,leigubíla“), sendiferðabifreiðir og vörubifreiðir. Stöðvar, sem annast af-
greiðslu fyrir áætlunarbifreiðir til flutnings farþega og varnings (sérleyfisbifreiðir),
eru hinsvegar ekki alveg hliðstæðar hinum fyrmefndu. Þegar dæma skal um, hvort
bifreiðastöð beri bótaábyrgð gagnvart viðskiptamanni eða öðrum, verður að sjálfsögðu
að kanna sérstaklega aðstæður í hverju falli fyrir sig. Nefna má norskan dóm í RG
1965.527, sem Selvig ræðir um á bls. 140—1. Þar var ábyrgð felld á vörubifreiðastöð
vegna tjóns, er aðstoðarmenn bifreiðarstjóra ollu. Samband bifreiðarstjóra og aðstoð-
armanna hans annars vegar og stöðvarinnar hins vegar var miklu nánara en almennt
gerist hér á landi. Verður að telja niðurstöðu norska dómsins eðlilega, eins og atvik-
um var háttað.
64